Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
eingöngu vinna og púl. Peningar eru
yfrið nógir og vissulega gefst færi á
einhvers konar afþreyingu. Þar má
nefna sjónvarpið. Það sýnir meðal
annars Colombo og auðvitað Dallas.
Sjónvarpið í Kuwait hefur tvær lita-
rásir og sýnir í 80 klukkustundir á
viku, en tvisvar á dag er gert hlé á út-
sendingu fyrir kóraninn. Sérhver dag-
skrá er ritskoðuð eins og reyndar kvik-
myndir þær sem sýndar eru í hinum
tíu kvikmyndahúsum í borginni.
Kossar og bikini eru forboðið efni á
skjánum og hvíta tjaldinu (af trúar-
ástæðum). Ekki má heldur bölva.
Ungir fjörkálfar hafa ekki mikið
við að vera. Engir veðmangarar starfa
við kappakstursbrautina í eyði-
mörkinni, barir eru ekki til og
stefnumót á almannafæri eru tilefni
hneykslunar og vandlætingar. Hins
vegar eru í Kuwait þrír næturklúbbar
og þar leika hljómsveitir fyrir dansi.
En múhameðstrúin leyftr ekki vest-
ræna dansa (karl og kona mega ekki
snertast á almannafæri) og drykkir
takmarkast við óáfengt freyðivín sem
kostar 60 krónur flaskan. Nætur-
klúbbarnir eru því varla nein sérstök
spillingarinnar lastabæii.
Það lifnar þó aðeins yfir fólki um
helgar. Á fimmtudagskvöldum aka
Kuwait-búar bifreiðum sínum í ein-
um drynjandi hópi með flautuglamri
og blikkandi ljósum niður með
strönd Persaflóa og út í eyðimörkina.
Á föstudögum er siðlegri blær á öllu.
Þeir leggja bílum sínum við ströndina
hlið við hlið, kílómetra eftir
kllómetra og snúa út að flóanum.
Stereotækin í btlnum eru höfð eins hátt
stillt og mögulegt er og afkomendur
hinna hugrökku perluveiðara kippa upp
um sig skikkjunum til að vaða í fjöru-
borðinu meðan konur þeirra sitja vafðar
í abaya-skikkjur sínar í sólstólum þar
hjá. Ef sandstormur skellur á geta
Kuwait-búar auðvitað verið innandyra
og haft dewania eða opið hús (þá er
drukkið te og spjallað saman, en það
gera aðeins karlmennirnir), hringt til
einhvers vinar eða bara látið fara vel um
sig í hægindastól og talið peningana
sína.
Það er þó ekki þar með sagt að
Kuwait-búar séu með öllu
áhyggjulausir. Þeir hafa vissulega_
áhyggjur — meðal annars af því að'
tapa auðæfum sínum, af innra öryggi
ríkisins, af því að vera minnihluti í
eigin landi. Þeir hafa einnig
áhyggjur af herskáum og óá-
reiðanlegum nágrönnum á borð við
Irani og íraka og af risaveldunum
sem gætu hvenær sem er og að á-
stæðulausu kramið Kuwait undir
járnhælum sínum.
Hvernig getur þá hið veikburða
smáríki Kuwait komist af meðal
stórþjóða og það á miðju átakasvæði
Mið-Austurlanda? Hvernig getur það
varið milljarðana sína? Því stoðar lítt
að státa af herafla sínum sem er ekki
nema 14.000 hermenn.
, ,Utanríkisstefnan er helsta varnar-
vopn Kuwait,” segir Ra’ouf
Sh’houri, en hann er ritstjóri dag-
blaðsins Al Qabas. ,,Það er hlutverk