Úrval - 01.08.1982, Side 88

Úrval - 01.08.1982, Side 88
86 ÚRVAL ingu endurtekur hann mörgum sinn- um. Sumir lamar geta stokkið mjög hátt í þessum stellingum. Konur þjálfa sig oft í þessum æfingum ekki síður en karlmenn. Tíbetbúar teija að líkamir þeirra sem æfa sig árum saman á þennan hátt verði ákaflega léttir. Þeir sem æfðir eru orðnir geta setið á byggaxi án þess að nokkurt korn hreyfist eða detti af. Sérstök prófraun sker úr um það hvort nemandinn er fær um að takast það verk á hendur sem honum er ætl- að og gerast Maheketang. Grafln er gröf í jörðina. Dýpt hennar á að vera jöfn hæð þess nem- anda er undir prófið gengur. Yfrr gröfina er byggt eins konar hvolfþak. Hæð þess frá jörðu á að vera jöfn hæð þess er prófið þreytir. í miðju þaki er ofurlítið auga. Milli nemandans, sem situr með krosslagða fætur á botni grafarinnar, og augans í þakmiðjunni er hæðin því sem svarar nákvæmlega tvöfaldri hæð þess er prófíð þreytir. Prófraunin er nú fólgin í því að geta stokkið með krosslagða fætur og t þeim stellingum sem áður er lýst svo hátt að höfuðið og jafnvel allur líkaminn komi út um opið í miðju hvolfþaksins. Samkvæmt uppiýsingum sem ég hef fengið í Shalu-klaustrinu fer prófíð þar fram með nokkuð öðrum hætti. Eftir að nemendurnir hafa verið við æfíngar í svarta myrkri tilskilinn tíma eru þeir valdir úr sem teljast hæfir til að gangast undir prófíð. Þeim er safn- að saman í Shalu og lokaðir þar inni í grafhýsum. í Shalu er op á miðjum vegg grafhýsisins þannig að sá sem prófið þreytir þarf ekki að stökkva upp um þakið. Hann fær að hafa stól og getur klifrað af honum upp úr gröfínni þar sem hann hefur verið lokaður inni í sjö daga. Svo skríður hann út um ferhyrnt gat á veggnum. Stærðin á gatinu er reiknuð út í réttu hlutfalli við bilið milli þumalfingurs og löngutangar á hönd þess er prófið þreytir. Sá sem stanst þetta próf er fær um að vera Maheketang. Það er dálítið erfitt að átta sig á því að þjálfun sem þessi geti gert mann að þol- eða hraðhlaupara þar sem þjálfunin er fólgin í því að sitja hreyf- ingarlaus árum saman. En þannig er nú þessi sérstæða þjálfun i Shalu. Það cru til aðrar þjálfunaraðferðir og þess ber að gæta að lung-gom þjálfunar- aðferðin er ekki til bess að styrkja vöðva nemandans hel dur til að þroska andlegt ásigkomulag hans. Það er það sem ræður úrslitum um hæfni hans í þessari furðulegu list. Af hendingu komst ég í tæri við annan lung-gom-pa t Szetchuanesehéraðinu í Vestur-Tíbet. Við vorum á ferð um skóg. Við bugðu á götuslóða gengum við fram á nakinn mann, margvafinn I járn- hlekki. Hann sat á steini og virtist svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.