Úrval - 01.08.1982, Side 20
18
ÚRVAL
sem gerist hjá nálægt einni milljón
sundáhugamanna í Sovétríkjunum.
Líkt og flestir lærði hann strax í
bernsku að halda sér á floti og for-
eldrar hans tóku hann með sér í sund-
laugina þegar þeir fundu að hann
hafði hæfileika til þess að verða góður
sundmaður. Og þótt hann hefði átt
heima í annarri borg en Leningrad
hefði það litlu breytt þvt sams konar
sundþjálfunarstöðvar eru vrða og þar
sem þær eru ekki eru góðir sund-
klúbbar.
Igor Kosjkin kynntist Vladimir
þegar hann var þrettán ára. Þjálfarinn
tók hann í flokk hjá sér, þótt árangur
hans þá væri ekki nema rétt í meðal-
lagi. Það var eitthvað annað í fari nýja
nemandans sem vakti athygli kennar-
ans.
„Persónuleiki hans var mótaður
snemma á táningsárum hans,” segir
Kosjkin. „Hann var kappsamur, fær
um að standa fyrir máli sínu og
gerðum, nákvæmur í góðum skiln-
ingi þess orðs, vingjarnlegur, já-
kvæður, og það sem mestu varðaði,
hreinskilinn og sannorður. Hann
hafði mjög mikla trú á mér þegar frá
upphafi. Þjálfarar vita hve mikilvægt
það er. Vissulega er þetta nokkuð
breytt nú. Við Vladimir tökum
ákvarðanir sem jafningjar. Engin til-
raun ber árangur þó þjálfarinn upp-
hugsi eitthvað ef nemandinn gerir
ekki annað en inna það ósjálfrátt af
hendi. Salnikov er alveg jafnkapp-
samur og þolinmóður og áður. Mót-
byr gerir það aðeins að verkum að
hann vinnur enn kappsamlegar. Það
er af þeim sökum sem hann sigrar á
ný.”
Þótt Salnikov hafí náð frábærum
árangri á ólympíuleikunum og í
heimsmeistarakeppninni hefur hann
ekki I hyggju að draga sig í hlé og
njóta sigursins. Hann ætlar að gera
enn betur. Mér fannst hann hálf-
óánægður á svipinn á fundi með
fréttamönnum eftir að hann setti nýj-
asta heimsmet sitt í 1500 metrunum.
íþróttafréttaritarar sögðu að það væri
þreyta eftir að hafa sett tvö heimsmet
á tveimur dögum.
, ,Ég var á eftir áætlun þjálfara míns
í fyrsta áfanga og því nær sem dró
lokum keppninnar því minni trú
hafði ég á að ég myndi setja nýtt
met,” sagði Vladimir við fréttamenn.
,,Eftir mikla erfiðleika sigraðist ég á
þreytutilfinningunni og jók hraðann.
Ég get ekki sagt nákvæmlega hvaða
tlma ég gerði ráð fyrir að ná, en hann
hefði átt að vera betri. ’ ’
Engu að síður spurði ég Igor Kosj-
kin að því síðar við hverju væri að bú-
ast af samstarfi þeirra Salnikovs. Það
eru takmörk fyrir öllu. Þjálfari kemst
að því fyrr eða síðar að langlífi í
íþróttum, sem hann lítur einungis á
sem samfellda þróun, fer að valda
honum áhyggjum að því er varðar
bestu nemendur hans og hann sjálf-
an.
,,Ég get sagt það afdráttarlaust
hvað mig snertir að starfi mínu með
fremstu íþróttamönnum getur lokið
hvenær sem er. Meginatriðið í mínu