Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 70
68
ÚRVAL
^ÚT tjeimi læknavísiqdaníja
Huggun fyrir
þær perulöguðu
Fyrir þær konur sem þurfa að passa
þyngdina er baráttan oft hörðust og
stríðið vonlausast hvað snertir
lendarnar og rassinn. En nú er svo að
sjá að því fylgi nokkur blessun að vera
þannig perulaga. Samkvæmt stað-
hæfingu Ahmeds Kissebah, læknis
við læknaskólann i Wisconsin, eiga of
þybbnar konur þar sem spikið safnast
einkum neðan mittis eiginlega ekki
að fá sykursýki. Á hinn bóginn segir
Kissebah læknir þær mega biðja fyrir
sér sem safna einkum fitu í mittið eða
ofar: á brjóstin, hálsinn og handlegg-
ina. Þær séu mjög líklegir sykursýkis-
sjúklingar. ,,I stuttu máli,”
segir Kissebah, ,,því stærra
mittismál og meiri fita þar fyrir ofan,
borin saman við lendar og læri, því
meiri hætta á sykursýki. ’ ’
Staðhæfingar sínar byggir Kissebah
á sex ára rannsókn á 52 konum sem
hann valdi af mestu natni, 25 með
yfirfitu, 18 með undirfitu og níu
nokkurn veginn eðlilegar til saman-
burðar. Allar voru konurnar ,,að því
er virtist heilbrigðar og höfðu læknis-
úrskurð um það þegar farið var að
fylgjast með þeim í rannsókn þessari
að þær væru ekki með sykursýki.”
Við fyrstu rannsókn kom í Ijós að þær
sem voru eðlilegar eða neðanfeitar
höfðu eðlilegan blóðþrýsting og eðli-
legt hlutfall insúllns, sykurs og fitu í
blóði, en þær ofanfeitu höfðu allar
fullháan blóðþrýsting og óeðlilegt
hlutfall ofantaldra efna í blóðinu.
Sextíu af hundraði þeirra ofanfeitu
höfðu meira að segja svo hátt hlutfall
að líklegt mátti telja að þeirra biði
það hlutskipti að fá sykursýki.
Kissebah bendir á að sykursýki
megi mjög oft forðast með réttu matar-
æði og megmn.
Úr Time
Límdu á þig
meðalið þitt!
Matvæla- og lyfjaráð Bandaríkj-
anna hefur lagt blessun sína yfir þrjár
nýjar framleiðsluvömr sem ædaðar
em þeim þrem milljónum banda-
rískra hjartasjúklinga sem þjást af
angina (sérstakri tegund brjóstverkja
sem hjartakvillanum fylgir gjarnan).
Þessar vömr heita Nitrodisc,
Transderm-Nitro og Nitro-Dur og
allt eru þetta plástrar eða plásturdisk-
ar sem komið er fyrir á líkamanum,
oftast nær annaðhvort á bringunni
ellegar upphandleggnum. í þeim er
nitroglycerin í litlum silicone-hylkj-
um sem dregur úr angina-óþæg-
indunum en húðin dregur efnið í sig
gegnum siliconið og þannig kemst
það inn í líkamann og blóðrásina
jafnt og þétt allan sólarhringinn.