Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 31
LEITINAÐ ORKUNNI
29
að mengunin komi frá kolahéruðun-
um í Ohio River Valley.
Enn óheillavænlegri uppgötvanir
hafa verið gerðar á Hawaii. Mælingar
úr efri loftslögum sýna hættulega
uppsöfnun koltvísýrings. Sumir vís-
indamenn telja víst að þetta komi frá
kola- og olíubrennsluverum. Þeir ótt-
ast að ef þessi uppsöfnun heldur
áfram með svipuðum hraða og nú er
geti hún hægt á eðlilegri útgeislun frá
jörðinni út í geiminn þannig að and-
rúmsloft jarðar verði orðið heitara
sem nemur nokkrum gráðum í lok
aldarinnar.
Þetta gæti þýtt verulega bráðnun á
íshettunum á heimskautunum og
hækkun yfirborðs úthafanna, sem svo
aftur leiddi til flóða við strendurnar
vítt og breitt um hnöttinn.
En hver svo sem vandamálin verða
munu kolin augljóslega verða veiga-
mesti þátturinn í orku okkar, að
minnsta kosti á allra næstu áratugum.
Þörf fyrir
kjarnorku
þrátt fyrir gnægð
kola munu þau ein
sér ekki brúa allt bil-
ið. í bili munum
við ennþá hafa
þörf fyrir kjarnorkuver þau sem við
eigum í dag, rekin samkvæmt ströng-
ustu öryggiskröfum.
Eins og sjá má á öllum þeim ara-
grúa límmiða sem festir hafa verið á
höggdeyfa og rúður bíla og annars
staðar, víðs vegar um heim, hefur
kjarnorkan bæði góðar og slæmar
hliðar. Þær góðu eru að kjarnorkuver
eru samkeppnishæf við kolaverk-
smiðjur. Þær slæmu eru svo hinir
margumtöluðu og útmáluðu öryggis-
þættir. Og það eru jafnvel enn verri
og viðameiri þrætur í uppsiglingu í
framtíðinni — baráttan um áætlun
við að skipta yfír í nýja tegund kjarn-
orkuvera, hina svokölluðu „breeder
reactors” sem kalla mætti eldsneytis-
ofna.
Kosturinn við eldsneytisofnana er
að þegar þeir brenna úraníum breyta
þeir því í plútóníum sem er aftur
eldsneyti í frekari orkuframleiðslu.
Þannig framleiða eldsneytisofnarnir
meira eldsneyti en þeir nota. Hins
vegar fylgir sá agnúi að plútóníum er
eitt eitraðasta efni sem fyrirfinnst.
Minnsta ögn, smærri en augað
greinir, veldur krabbameini í til-
raunadýrum á rannsóknarstofum og
eitrunin helst yfír 20 þúsund ára
tímabil. Hver eldsneytisofn myndi
framleiða hundruð kílógramma af
plútóníum árlega sem flytja þyrfti til
staða þar sem unnið væri úr eldsneyt-
isafurðunum og aftur til baka.
Hópur hryðjuverkamanna, svo
dæmi sé tekið, þyrfti ekki nema 10
kíló af plútóníum til að framleiða
kjarnorkusprengju. Andstæðingar
eldsneytisofnanna segja menn grafa
sér gröf með notkun þeirra.
Þegar orkulindir okkar til langs
tíma eru skoðaðar verður strax ljóst að
vandinn er ekki orkuskortur. Af næg-
um orkugjöfum er að taka. Spurning-