Úrval - 01.08.1982, Side 40
38
ÚRVAL
Leggið ekki eyrun við mannfjöldaspádómum sem mála
á vegginn hcettuna á offjölgun í heiminum — segirþessi
frœgi hagfrceðingur. — Fólk getur ráðið örlögum sínum
sjálft.
Varnarræða gegn ragnarökum
^ I. Fólksfjölgun er af
hinu góða
— Julian L. Simon —
trax í skóla virðist
vp hvert barn ,,vita” að
w náttúrlegu umhverfi fer
hrakandi og matföng
þverra. Barnabækur
skilja engan eftir í vafa um að söku-
dólgarnir eru fólks-FJÖLDI og
FJÖLGUN. ,,Haldi fólksfjölgunar-
•sprengingin svo áfram munu margir
svelta heilu hungri,” eru viðvörunar-
orð bókarinnar „Golden Stamp Book
of Earth and Ecology”. — ,,Rekja má
Julian L. Simon er hagfræðiprófessor við
Illinois-háskóla, Urbana-Champaign, og
höfundur bókarinnar ,,The Economics of
Population Growth’ ’ (Hagfræði fólksfjölgunar-
innar).
öll umhverfisvandamál til mann-
mergðar.”
Við fyrstu yfirsýn e-u þessar dóms-
dagsforsendur ógnvekjandi, að svo
miklu leyti sem þær eru þekktar.
Mannkyninu virðist fjölga eins og það
margfaldist með sjálfu sér. Horfur eru
á að senn verði ekki annað rými eftir
en ,,stæði” ein, nema róttæk
frammígrip stemmi stigu við.
Hins vegar gefa skeikular dóms-
dagsspár og stórvansamistök síðasta
áratugar okkur tilefni til að vefengja
þessa svartsýnisforsögn nútímans.
Tökum dæmi: í skýrslu sérskipaðrar
nefndar forsetans, sem unnin var
1972, var þessu lýst yfir: , Jafnvel
— Stytt úr ,,The Ultimate Resource” —
(Frumorkulindin)