Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 120

Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 120
118 ÚRVAL Sallee P., rétt fyrir framan stýrishús- ið, hvolfdi bátnum og braut kjölinn. Coastal Transport nötraði stafna á milli rétt sem snöggvast, hélt síðan áfram með bátinn fastan á stefninu eins og beyglaða niðursuðudós. Mörg tonn af vatni skullu á stýris- húsi Sallee P. Gluggarnir sundruðust og skilrúm létu undan. Á nokkrum sekúndum dróst Sallee P. niður í ána með 15 hnúta hraða. Sjór sópaði sofandi vélamanninum, Steve Jarvis, inn í vistarveru Pempertons skipstjóra á Sallee P. þar sem hann drukknaði samstundis. Anthony Perret, sem var fastur t klefa sínum, rankaði við sér á floti 1 svarta myrkri. Um leiðoghann reyndi að bæla niðuróttann, sem greip hann allt í einu, varð honum gripið um stálskáp sem hafði oltið á hliðina. Hann þreifaði sig meðfram honum þar til hann rakst af tilviljun á loft- rúm. Eftir að þau Pemperton skipstjóri og Mary Jo Rawson köstuðust 1 ána úr brúnni á Sallee P. börðust þau um í köldu, ólgandi vatninu og straumar báru þau niður ána og firá Coastal Transport. Dale Romangnoli, 3. stýrimaður á Coastal Transport, heyrði hrópað á hjálp. Hann greip tvö björgunarvesti og fleygði þeim í til Pemperton sem var í á að giska 10 metra fjarlægð. Þau féllu t vatnið um 4,5 metra frá Pemperton sem rak í burtu.út í myrkr- ið. Clifford Murrin, aðstoðarmaður t vél, heyrði hróp Mary Rawson á bak- borða, þreif björgunarhring og kastaði honum í áttina til hennar. Hann dró heldur ekki nógu langt. Vélar Coastal Transport stöðvuðust og skipið byrjaði að reka í áttina að skipaleiðinni meðfram eystri bakkan- um þar sem önnur djúprist skip á leið upp ána myndu koma í ljós á hverri stundu og þá gæti orðið annar árekstur. Jeane hafnsögumaður og Brennan skipstjóri á Coastal Trans- port unnu hamslaust í brúnni við að ná stjórn á skipinu að nýju og vara önnur skip við. Þeir ákváðu að kasta akkerum en komust að því að akkerin voru ónothæf, náðu ekki að falla þar sem þau höfðu fest í flakinu af Sallee P. Þar sem þessi kostur var úr sögunni ákvað Jeane að stefna Coastal Trans- port á land á grynnra vatni meðfram vesturbakkanum. Snurðulaus og mjúk lending var nauðsynleg vegna þeirra sem kynnu að vera á lífi og fastir í flakinu af Sallee P. Ennfremur var hætta á ban- vænni sprengingu el vatn sem kæmi inn um rifu á skrokk Coastal Transport næði til brennisteinssýr- unnar í tönkum skipsins. Með því að fálma sig áfram í myrkrinu komst Anthony Perret að því að loftrúmið var aðeins um 60 sm hátt og helmingi breiðara. Hann vó sig upp á stálskápinn og hnipraði sig saman í kuðung til þess að komast fyrir. í myrkrinu tók hugurinn að reika. Hafði hann farist í árekstrin- um? Var þetta einhver undarleg teg- und lífs eftir dauðann?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.