Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
Sallee P., rétt fyrir framan stýrishús-
ið, hvolfdi bátnum og braut kjölinn.
Coastal Transport nötraði stafna á
milli rétt sem snöggvast, hélt síðan
áfram með bátinn fastan á stefninu
eins og beyglaða niðursuðudós.
Mörg tonn af vatni skullu á stýris-
húsi Sallee P. Gluggarnir sundruðust
og skilrúm létu undan. Á nokkrum
sekúndum dróst Sallee P. niður í ána
með 15 hnúta hraða. Sjór sópaði
sofandi vélamanninum, Steve Jarvis,
inn í vistarveru Pempertons skipstjóra
á Sallee P. þar sem hann drukknaði
samstundis.
Anthony Perret, sem var fastur t
klefa sínum, rankaði við sér á floti 1
svarta myrkri. Um leiðoghann reyndi
að bæla niðuróttann, sem greip hann
allt í einu, varð honum gripið um
stálskáp sem hafði oltið á hliðina.
Hann þreifaði sig meðfram honum
þar til hann rakst af tilviljun á loft-
rúm.
Eftir að þau Pemperton skipstjóri
og Mary Jo Rawson köstuðust 1 ána úr
brúnni á Sallee P. börðust þau um í
köldu, ólgandi vatninu og straumar
báru þau niður ána og firá Coastal
Transport.
Dale Romangnoli, 3. stýrimaður á
Coastal Transport, heyrði hrópað á
hjálp. Hann greip tvö björgunarvesti
og fleygði þeim í til Pemperton sem
var í á að giska 10 metra fjarlægð. Þau
féllu t vatnið um 4,5 metra frá
Pemperton sem rak í burtu.út í myrkr-
ið. Clifford Murrin, aðstoðarmaður t
vél, heyrði hróp Mary Rawson á bak-
borða, þreif björgunarhring og
kastaði honum í áttina til hennar.
Hann dró heldur ekki nógu langt.
Vélar Coastal Transport stöðvuðust
og skipið byrjaði að reka í áttina að
skipaleiðinni meðfram eystri bakkan-
um þar sem önnur djúprist skip á leið
upp ána myndu koma í ljós á hverri
stundu og þá gæti orðið annar
árekstur. Jeane hafnsögumaður og
Brennan skipstjóri á Coastal Trans-
port unnu hamslaust í brúnni við að
ná stjórn á skipinu að nýju og vara
önnur skip við. Þeir ákváðu að kasta
akkerum en komust að því að akkerin
voru ónothæf, náðu ekki að falla þar
sem þau höfðu fest í flakinu af Sallee
P. Þar sem þessi kostur var úr sögunni
ákvað Jeane að stefna Coastal Trans-
port á land á grynnra vatni meðfram
vesturbakkanum.
Snurðulaus og mjúk lending var
nauðsynleg vegna þeirra sem kynnu
að vera á lífi og fastir í flakinu af
Sallee P. Ennfremur var hætta á ban-
vænni sprengingu el vatn sem kæmi
inn um rifu á skrokk Coastal
Transport næði til brennisteinssýr-
unnar í tönkum skipsins.
Með því að fálma sig áfram í
myrkrinu komst Anthony Perret að
því að loftrúmið var aðeins um 60 sm
hátt og helmingi breiðara. Hann vó
sig upp á stálskápinn og hnipraði sig
saman í kuðung til þess að komast
fyrir. í myrkrinu tók hugurinn að
reika. Hafði hann farist í árekstrin-
um? Var þetta einhver undarleg teg-
und lífs eftir dauðann?