Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 29
LEITINAÐ ORKUNNI
21
Þetta má auðvitað gera án þess að
nokkur aukakostnaður hljótist af.
Þegar öðrum þáttum er bætt við —
þreföldum rúðum, steinveggjum sem
geta haldið hita og fleiru í þessum
dúr — má hæglega gera ráð fyrir
frekari sparnaði og gæti þar munað
verulegum fjárhæðum.
Þetta er það sem þekkt er undir
tækniheitinu „passive solardesign”
(hlutlaus sólarorkuteikning) — hlut-
laus vegna þess að hún byggist ekki á
neinum lausum búnaði eða hlutum
heldur einungis á sólinni einni
saman.
Ef við lítum á slíka „hlutlausa”
„sólarbyggingu” og bætum síðan á
þakið glerpípum sem hægt er að fylla
vatni og notum dælur og blásara til
þess að dreifa heitu vatni (upphituðu
frá sólinni) í gegnum ofnana,
geymana, eða hvað það er nú sem
lagt hefur verið f húsið áður, erum við
komin með svokallað „virkt” kerfi.
Sparnaður til langframa, sem gæti
náðst með því að setja upp slíkan
búnað á og í hús, er geysilegur.
Um það bil 1,5 prósent af húsum í
Bandaríkjunum eru endurnýjuð
árlega eða þau rifin og síðan byggð
ný. Þetta þýðir um 30 prósent veltu í
húsaiðnaði til aldamóta. Ef þessi 30
prósent húsa væru öll með hinn nýja
„sólarbúnað”, ásamt bestu fáanlegu
einangrun, gætu þau sparað um 4
”quads’ ’ til aldamóta.
Þetta eru góðu fréttirnar, eins og
sagt er. — Þær slæmu eru fólgnar í
þeirri staðreynd að einungis 2—3
prósent nýrra húsa geta kallast
,,sólar”-hönnuð, ef miðað er við
teikningarnar. — „Förum bara gegn-
um nýju hverfin og lítum á hve mörg
húsanna ,,vísa” í suður! Við verðum
fyrir vonbrigðum,” segir Bruce
Baccei, sérfræðingur í sólarbygging-
um við orkustofnun DOE.
Hvað er að? í fyrsta lagi að
byggingariðnaðurinn byggist aðallega
á smáum, gamaldags eða íhaldssöm-
um verktökum. Þeir streitast, ásamt
framleiðendum byggingarefna, á
móti hvers konar frumlegum bygg-
ingastuðlum og útiloka þannig sum
bestu og nýjustu efni og hönnunar-
kosti. En aðalsökina má þó rekja til
DOE (hinnar opinberu orkudeildar),
stofnunar sem hefur það hlutverk að
breyta byggingastuðlum og sjá verk-
tökum og almenningi fyrir upp-
lýsingum um hagkvæmni þá sem
óneitanlega er fólgin í sólarbygging-
um.
Það hefur komið fram í viðamikilli
skýrslu frá bandaríska þinginu að það
er hreint áhugaleysi orkustofnunar-
innar á sparnaði og á sólarbyggingum
sem dregur mest úr þessari þróun.
„Við vitum hvað við getum gert,”
segir einn embættismaður stofn-
unarinnar. ,,En þeir draga okkur á
fjárveitingum til þess að við getum
staðið í stykkinu með upplýsingar um
það sem á að gera.”
Vetnisorka
Aðferðin að mynda ný atóm, með
því að ,,bræða” þau saman í staðinn