Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 58
56
veit að hundurinn er mikils virði
heima fyrir. ,,Og svo geta þeir líka
fengið að kaupa hvolpana hennar,”
bætti hann við klókur.
Fjárhundasýningar hafa viðgengist
allt frá 1873 þegar hópur breskra fjár-
manna ákvað að láta reyna á það
hvaða hundar væru bestir. Þessar
hundasýningar geta verið mjög gagn-
legar þegar að því kemur að ákveða
framhaldið I undaneidi og taka
ákvarðanir um ræktun hundanna al-
mennt. Þarna eru hundarnir Iátnir
leysa alls konar þrautir. Stjórnandinn
stendur við staur á keppnissvæðinu
og flautar og kallar þegar collie-
hundurinn er sendur eftir fjárhóp
sem reka skal i gegnum hlið og inn í
fjárhólf, allt eftir því sem við á hverju
sinni. Geri hundurinn vitleysu fær
hann mínus fyrir það.
Á tímabilinu frá því í apríl og fram
í september eru haldnar um 500
hundasýningar um allt Bretland og
þangað streymir mikill fjöldi fólks.
Ekki eru allir sem á sýningarnar koma
sveitamenn. Til dæmis söfnuðust
hrifnir Lundúnabúar saman í Hyde
Park þar sem hvítasunnukeppnin var
háð og sáu einbeittan collie-hund
hverfa inn í hóp 100
þúsund áhorfenda á eftir kind sem
horfin var sjónum. Þótt ótrúlegt megi
virðast fann hundurinn hrædda kind-
ina, sneri henni aftur til hópsins og
lauk prófinu. BBC staðfesti almenn-
an áhuga á fjárhundasýningum með
því að sýna þáttinn Maður og hund-
ur á besta sýningartíma sjónvarpsins,
ÚRVAL
enda vitað að milljónir manna horfðu
á þáttinn.
Oft fer svo að keppendurnir eiga
velgengni sína komna undir kindun-
um sem þeir þurfa að fást við. Það
gerðist til dæmis á Alþjóðlegu fjár-
hundasýningunni árið 1978 að dug-
legur hundur, Tony, þurfti að reka
erfiða kind. Kindin var óþjál og hvað
eftir annað slapp hún frá fjárhópn-
um. Aftur og aftur náði hundurinn
henni og rak hópinn áleiðis, en þá
slapp kindin á nýjan leik. Tony vildi
ekki gefast upp og af eintómri þraut-
seigju tókst honum að koma kindun-
um á réttan stað. Hann lauk verkefn-
inu, en því miður voru reglurnar á
þann veg að hann gat ekki hlotið
verðlaunin, sem hann hafði þó í raun
unnið til.
Vandræði urðu á vegi Jen hans
Toms Watsons á Alþjóðakeppninni I
Bala síðastliðið ár. í aðalkeppninni er
hundunum ætlað að sahia saman tíu
kindum annars vegat við dóms-
svæðið, reka þær hálfa leið til fjár-
mannsins, snúa svo við og fara og
sækja tíu til viðbótar úr annarri átt,
koma þeim til fyrri hópsins og reka
síðan allan hópinn saman það sem
eftir er keppninnar. Sumar kindur
standa hreyfingarlausar ef þær eru
skildar eftir, aðrar taka á rás. Þegar
Jen stökk af stað eftir seinni hópnum
fór sá fyrri að hreyfa sig. Watson
segir: ,,Ég varð áhyggjufullur. Tíkin
varð að koma með nýja hópinn án
þess að hinn færi of langt 1 burtu. ”
Jen vissi hvað átti að gera, eins og