Úrval - 01.08.1982, Side 58

Úrval - 01.08.1982, Side 58
56 veit að hundurinn er mikils virði heima fyrir. ,,Og svo geta þeir líka fengið að kaupa hvolpana hennar,” bætti hann við klókur. Fjárhundasýningar hafa viðgengist allt frá 1873 þegar hópur breskra fjár- manna ákvað að láta reyna á það hvaða hundar væru bestir. Þessar hundasýningar geta verið mjög gagn- legar þegar að því kemur að ákveða framhaldið I undaneidi og taka ákvarðanir um ræktun hundanna al- mennt. Þarna eru hundarnir Iátnir leysa alls konar þrautir. Stjórnandinn stendur við staur á keppnissvæðinu og flautar og kallar þegar collie- hundurinn er sendur eftir fjárhóp sem reka skal i gegnum hlið og inn í fjárhólf, allt eftir því sem við á hverju sinni. Geri hundurinn vitleysu fær hann mínus fyrir það. Á tímabilinu frá því í apríl og fram í september eru haldnar um 500 hundasýningar um allt Bretland og þangað streymir mikill fjöldi fólks. Ekki eru allir sem á sýningarnar koma sveitamenn. Til dæmis söfnuðust hrifnir Lundúnabúar saman í Hyde Park þar sem hvítasunnukeppnin var háð og sáu einbeittan collie-hund hverfa inn í hóp 100 þúsund áhorfenda á eftir kind sem horfin var sjónum. Þótt ótrúlegt megi virðast fann hundurinn hrædda kind- ina, sneri henni aftur til hópsins og lauk prófinu. BBC staðfesti almenn- an áhuga á fjárhundasýningum með því að sýna þáttinn Maður og hund- ur á besta sýningartíma sjónvarpsins, ÚRVAL enda vitað að milljónir manna horfðu á þáttinn. Oft fer svo að keppendurnir eiga velgengni sína komna undir kindun- um sem þeir þurfa að fást við. Það gerðist til dæmis á Alþjóðlegu fjár- hundasýningunni árið 1978 að dug- legur hundur, Tony, þurfti að reka erfiða kind. Kindin var óþjál og hvað eftir annað slapp hún frá fjárhópn- um. Aftur og aftur náði hundurinn henni og rak hópinn áleiðis, en þá slapp kindin á nýjan leik. Tony vildi ekki gefast upp og af eintómri þraut- seigju tókst honum að koma kindun- um á réttan stað. Hann lauk verkefn- inu, en því miður voru reglurnar á þann veg að hann gat ekki hlotið verðlaunin, sem hann hafði þó í raun unnið til. Vandræði urðu á vegi Jen hans Toms Watsons á Alþjóðakeppninni I Bala síðastliðið ár. í aðalkeppninni er hundunum ætlað að sahia saman tíu kindum annars vegat við dóms- svæðið, reka þær hálfa leið til fjár- mannsins, snúa svo við og fara og sækja tíu til viðbótar úr annarri átt, koma þeim til fyrri hópsins og reka síðan allan hópinn saman það sem eftir er keppninnar. Sumar kindur standa hreyfingarlausar ef þær eru skildar eftir, aðrar taka á rás. Þegar Jen stökk af stað eftir seinni hópnum fór sá fyrri að hreyfa sig. Watson segir: ,,Ég varð áhyggjufullur. Tíkin varð að koma með nýja hópinn án þess að hinn færi of langt 1 burtu. ” Jen vissi hvað átti að gera, eins og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.