Úrval - 01.08.1982, Side 13

Úrval - 01.08.1982, Side 13
KUWAITER MÍDAS ARABARÍKJANNA 11 húsið, gólfin eru þakin indverskum og persneskum teppum og húsgögnin eru nýtískuleg frá Italíu, lág svo að gestir geti auðveldlega komið sér fyrir á gólfinu eins og bedúínar liðinna tíma. En myndir á veggjunum eru aðeins tvær. ,,Tjöld hafa ekki veggi,” er orðtak sem skýrir málið. Hussein og fjölskylda hans fara einu sinni til tvisvar árlega til útlanda eins og flestir Kuwait-búar. Yfirleitt fara þau til Evrópu en þar hafa þau í hyggju að koma sér upp öðru heimili. Fjöldaflutningur úr landi er reyndar þegar orðinn ákveðinn llfsmáti. I júní og júlí, þegar hitinn er mestur, fer verulegur hluti þjóðarinnar burt. ,,Hvað gerir fólk hérna meðan á hita- skeiðinu stendur?” spurði ég eitt sinn leigubílstjóra. ,,Ég hef ekki hug- mynd um það,” sagði hann og yppti öxlum, „vanalega er ég sjálfur í París.” Ojá, þetta er hið ljúfa líf. Jaber al- Ahmad al-Sabah fursti hefur nefnilega sjálfur tekið á sig ábyrgðina af framtíðarvelferð sérhvers Kuwait- búa. Hann er rétt rúmlega fimmtugur að aldri, ljós yfirlitum og skeggjaður og hefur áður gegnt embættum fjármálaráðherra og for- sætisráðherra og hefur verið drif- fjöðrin í allri stjórnun Kuwait. Ali al- Mousa, aðstoðarskrifstofumaður í áætlanaráðuneytinu, segir: ,,Við gerum okkur grein fyrir að olíu- auðlindir okkar eru takmarkaðar. Þess vegna verðum við að bregðast við strax til að tryggja afkomendum okkar örugga afkomu. ’ ’ Sjóðurinn handa kynslóðum fram- tíðarinnar er einn af lyklunum í þess- ari áætlun. Sjóðurinn tekur til sín tíunda hluta þjóðarteknanna. Nú eru í sjóðnum 23 milljarðar dollara. Tekjum sjóðsins er varið til fjár- festingar á Vesturlöndum í fast- eignum, hlutabréfum og verðbréfum og öðru þess háttar. Kuwait notar allt umframfé sitt — það var sett í sér- sakan sjóð sem nemur nú um 22 milljörðum dollara — til álíka fjár- festinga víða um heim. Ali Khalifah, fursti og olíumála- ráðherra, hefur auk þess skorið olíuframleiðslu Kuwait niður um 25 prósent í því skyni að vernda auðlind landsins. Auk þess tryggir Kuwait sér hámarksgróða af olíunni með því að vinna hana að öllu leyti á heima- slóðum. Nýlega var býggð olíuhreinsunarstöð sem kostaði 1,2 miljarða og stöðugt bætist við hinn mikla skipaflota, en í honum eru þegar 66 skip. Innan þriggja ára mun Kuwait geta fullunnið 750.000 tunnur af olíu á dag — eða helminginn af öllum útflutningi sínum. Kuwait er takmörkunum háð þegar kemur að iðnaðinum þar sem það hefur ekki yftr neinum auðlindum að ráða utan olíunnar og gassins. Þar við bætist að fóiksfjöldi og þar með vinnuafl er takmarkað. Þess vegna leggur rlkisstjórnin nú áherslu á að byggja upp háþróaða þjónustu á sviði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.