Úrval - 01.08.1982, Side 7
ÞAUGÖMLU, GÓDUSUMUR
5
„Maður fær ekki reikninga fyrir
eldingarnar.”
Á sólheitum föstudögum komumst
við alla leið í sundlaugina á Nítugasta
og öðru stræti. Á föstudagsmorgnum
var hundruðum krakka hleypt inn
ókeypis. Það þurfti hvort sem var að
tæma laugina. Eftir því sem vatns-
borðið lækkaði því hraðar syntum við
meðan nokkur dropi var eftir. Enn
þann dag í dag syndi ég betur á fólki
heldur en í vatni.
Að minnsta kosti einu sinni á
sumri fórum við krakkarnir í göngu-
ferð en aldrei fyrr en eftir áköf mót-
mæli mömmu. Mömmu skorti víð-
sýni. Allt fyrir utan næsta nágrenni
okkar var auðn og öræfi. Aðferð
mömmu til að hafa okkur ofan af
svna fásinnu var að gera hana
hlægilega.
, ,Hvað þykist þið ætla að gera? ’ ’
, ,Fara í gönguferð, mamma.
„Gönguferð? Og þurfið þið að fara
að heiman til þess? Er eitthvað at-
hugavert við að ganga bara héna?
Gangið, ég skal horfa á. ”
,,Þú skilur ekki, mamma. Við för-
um með mat með okkur.
,,Ég skal gefa ykkur mat hérna og
þið getið gengið kringum borðið.”
Svo byrjaði hún að syngja göngulag
og klappa saman lófunum i takt.
,,Mamma, við ætium út í skóg að
klífafjöll.”
Hún gat ekki skilið hvað væri
skemmtilegra við að detta ofan af
fjalli heldur en úr brunastiga.
,,Og hvað með villidýrin í skógin-
um?”
, ,Hvaða villidýr, mamma?”
,,Birni, til dæmis. Björn getur étið
ykkur.”
„Mamma, birnir étaekki börn.”
,,Jæja, þá étur hann ykkur ekki en
hann getur fengið sér bita og skyrpt
honum. Og ég skal segja ykkur það
að ef villidýrin éta ykkur upp til agna
þýðir ekkert fyrir ykkur að koma væl-
andi til mín.”