Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
nema sjö fet. Enginn hellir var undir
kofanum. Auk þess stóð hann á ber-
svæði. Umhverfís hann voru hvorki
önnur hús né neitt það sem gat orðið
manni að felustað.
Fyrst héldum við að Wangdu hefði
tekið sér hvíld á bak við kofann. En
þegar tíminn leið án þess að nokkur
kæmi aftur í ljós frá kofanum athug-
aði ég umhverfið gaumgæfilega í kíki
mínum.
Eg sendi tvo af þjónum mínum til að
leita að piltinum og fylgdi för þeirra
óslitið t kíkinum en þeir komu aftur
án þess að hafa fundið Wangdu.
Skömmu fyrir rökkur sama dag
kom pilturinn upp dalinn ásamt
burðarmönnunum. Hann var í sömu
fötunum og með sama erlenda strá-
hattinn sem ég hafði séð hann með í
draumnum og t sýninni um morgun-
inn.
Ég leyfði þjónum mínum ekki að
komast í færi við Wangdu og burðar-
mennina fyrr en ég var búin að yfir-
heyra þá. Ég gekk úr skugga um að
þeir höfðu allir dvalið á svo fjarlæg-
um stað frá verustað mínum nóttina
áður að enginn þeirra hefði getað náð
til okkar um morguninn. Þeir tóku
skýrt fram að Wangdu hefði allan
tímann vefið með ferðafélögum sín-
um.
Á næstum vikum sannprófaði ég
að mennirnir höfðu skýrt rétt frá um
brottfarardag sinn á þeim stöðum
sem þeir höfðu gist. Það var staðfest
með óyggjandi sönnunum að þeir
höfðu lagt upp frá síðasta áfanga-
staðnum, ásamt Wangdu, nákvæm-
lega á þeirri stundu sem þeir sögðu.
Onnur sagan er svona:
Málari einn í Tíbet, ákafur að-
dáandi þeirra hræðilegu guða sem
hann lágði mikla stund á að mála í
ýmsum myndum, kom eitt sinn í
heimsókn til mín að áliðnum degi.
Hann var ekki búinn að standa
lengi við er ég tók eftir furðulegum
verum á bak við hann, líkum þeim
sem oft mátti sjá á myndum hans.
Ég hrökk við svo gesturinn kom
til mín skelkaður og spurði hvað væri
að.
Ég hafði veitt því athygli að
svipirnir fylgdu málaranum ekki eft-
ir. Ég ýtti því gestinum til hlið-
ar, gekk með útréttan handlegg að
einni verunni og snerti hana. Með
hendinni kom ég við þvalt, þoku-
kennt flikki. Það var líkast því að
snerta mjúka blæju sem léti undan
takinu — og sýnin hvarf.
Málarinn játaði, þegar ég fór að
spyrja hann, að hann hefði iðk-
að dubthab-seið undanfarnar vikur
og manað fram verurnar sem ég
greindi óglöggt á bak við hann. Sama
daginn og hann kom hafði hann ver-
ið að mála þessar verur frá því
snemma um morguninn.
Hugsanir málarans höfðu einbeist
að verum er hann hugðist tryggja sér
til að gera nokkuð sem var í hæsta
máta vafasamt. Sjálfur hafði hann alls
ekki séð verurnar.
í báðum þeim tilfellum sem ég hef
hér skýrt frá gerðust fyrirbrigðin án