Úrval - 01.08.1982, Blaðsíða 27
LEITINAÐ ORKUNNI
25
En það myndi varla verða til stórræð-
anna. Á því verði sem nú er lægst, 7
dollarar á vattið, myndi það kosta 100
sinnum meira að kaupa eins fermetra
röð af rafhlöðum sem þarf til þess að
kviknaði á einni 100-vatta peru.
Rannsóknir á orkurannsóknarstofu
MIT (Massachusetts Institute of
Technology Energy Laboratory) sýna
að verðlækkun þarf að verða áður en
það borgar sig fyrir einkaaðila að
koma þessum rafhlöðum fyrir á þök-
um húsa sinna. Ef þú byggir í hinni
sólrlku borg, Phoenix í Arizonaríki,
myndu 6000 dollarar nægja þér til
þess að kaupa 30 fermetra röð raf-
hlaðna til að framleiða það rafmagn
sem þú þarft meðan sól er á lofti.
Þegar sólin hins vegar skín ekki
myndi húsið þitt sjálfkrafa tengjast
hinu venjulega rafveitukerfi. Þessi
upphæð myndi verða eini útlagði
kostnaðurinn — að því er rafhlöður
varðar — næstu 20 árin eða svo. Þegar
sólin er hvað mest og búnaðurinn á
þakinu gefur af sér meira rafmagn en
þú þarft fer öll slík orka út í kerfið,
sem fyrir er og kemur þér einnig til
góða.
Þetta á við um Phoenix og aðrar
,,sólskins”-borgir. En þegar rafhlöð-
ur ,,detta niður” í verði verða þær
ódýrari en hefðbundið rafmagn. Hve-
nær verður það nú?! Þetta er ein erf-
iðasta spurningin sem brennur á vör-
um flestra þeirra sem ræða orkumál.
Þarna er um glfurlegar fjárhæðir að
ræða og svarið sem fæst er undir því
komið hver spurður er. Dr. Chauncey
Starr, talsmaður rafmagnsframleið-
enda, segir: ,,Ég þekki engar tilraunir
sem líklegar eru til að fæða af sér kerfi
sem breytir sólarorku í raforku á sam-
keppnisfæru verði.
,,Það er ekki rétt,” segir Joseph
Lindmayer, forseti Solarex Corpora-
tion sem er stærsti rafhlöðuframleið-
andinn. ,,Við erum í engum vafa um
að við getum framleitt rafhlöður,
hagkvæmar til notkunar á húsaþök-
um, eftir svo sem 6 ár.”
Hvor hefur rétt fyrir sér? Árið
1954, þegar ljósrafhlaðan var fundin
upp af Bell Telephone Laboratories,
kostaði hún 1000 dollara á vattið.
Fyrir fjórum árum fór kostnaðurinn
niður í 15 dollara. I dag eru fyrirtæk-
in hvert í kapp við annað að full-
komna aðferðir sem munu lækka
verðið niður fyrir einn dollar. Þegar
það skeður er runninn upp tlmi hinn-
arvaranlegu ,,súper”-rafhlöðu.
Jurtaorka
Ár hvert gleypa
jurtagróður, beiti-
lönd og skógar gíf-
urlegt magn af
orku í formi ljós-
geisla. I rauninni
breytir þessi ár-
lega orkuhleðsla
um helmingi yfirborðs alls lands í n
einn tröolaukinn rafgeymi.
Hve miklu af hinum svokallaða jarð-
massa getum við breytt í eldsneyti?
Líklega heilmiklu en spurningin um