Úrval - 01.08.1982, Page 100
98
ÚRVAL
þér óskið. Ég þarf ekki að fara til
meistara míns til að segja honum að
þér ætlið að heimsækja hann. Hann
veit þetta allt saman. ,,Ngais lung gi
teng la len tang tsar". (Eg hef sent
honum boð á vængjum vinda.)
Ngagspar hafa það til að gorta af
svo mörgum og flóknum furðuverk-
um sínum að ég tók ekki meira mark
á þessum orðum hans en sumra ann-
arra samherja hans í svartagaldri sem
ég hef kynnst.
En þar skjátlaðist mér.
Þegar við vorum komin yíir skarðið
lá leiðin niður á beitilönd. Ég var
ákveðin í að fylgja ngagspanum eítir
þegar flokkur riddara kom þeysandi
fyrir hæð eina og til okkar. Þeir stigu
af baki, heilsuðu, réttu okkur „kha-
tags” (gjafaklúta, gefna í kurteisis-
skyni) og smjör að gjöf. Eftir að þessar
kurteisiskveðjur höfðu farið fram
gekk fram roskinn maður og tjáði mér
að hinn mikli Bönpö ngagspa hefði
sent þá og bæði hann mig að hætta
við það áform að heimsækja hann þar
sem enginn annar en innvígður læri-
sveinn mætti nálgast staðinn þar sem
hann hefði rist sinn leynda töfrahring
(kjilkhor).
Jafnvel þótt ég hefði reynt að þver-
skallast við að trúa á mátt lærisveins-
ins duldist mér ekki að það var
vopnaður flokkur fjallamanna sem
umkringdi okkur og þeir gátu orðið
harðir í horn að taka. Jafnvel þó að
þeir kæmu kurteislega fram og
reyndu að sýnast eins vingjarnlegir og
þeir gátu gat sú afstaða þeirra skyndi-
lega breyst ef ég hygðist með þráa
mínum setja í hættu farsælan árangur
af seið þeim sem svo mjög varðaði
heilan kynflokk. Ég gaf því flokknum
vinargjafir á móti og nokkra silfur-
peninga sem ég bað þá að færa
meistaranum að gjöf frá mér. Svo
óskaði ég sendimönnunum til
hamingju með að hafa tryggt sér
þjónustu afburðatöframanns og að
lokum kvöddumst við með kærleik-
um.
Sálræn undur í
Tíbet og afstaða
íbúanna til þeirra
í Tíbet hafa átt heima helgir menn
og dulspekingar um langan aldur og
hefur þetta átt sinn þátt í að sveipa
landið töfraljóma. Indverjar litu með
lotningu til Himalajafjallanna í
norðri, löngu áður en Búddha kemur
til sögunnar og gera það enn. Að baki
himingnæfandi tindum þeirra liggur
þetta dularfulla hálendi þar sem svo
margar furðusagnir og ævintýri hafa
gerst.
Enn í dag hittir maður oft ind-
verska pílagríma á fjallastígum
Himalajafjalla, klifrandi upp í skörð-
in sem liggja yfir landamærin inn í
Tíbet. Þeir dragast áfram upp bratt-
ann eins og í draumi, heillaðir að því
er virðist af einhverjum undrasýn-
um. Þegar þeir eru spurðir hvers
vegna þeir séu að leggja á sig þessa j
löngu og erfiðu ferð, svara þeir venju-
lega ekki öðru en því að þeir þrái að
deyja á tíbetskri grund. Alloft hjálp-