Úrval - 01.08.1982, Page 68
66
ÚRVAL
rásar: stöðugrar hitunar hnattarins og
sífclldrar kælingar hans. Hið fyrra
tekur að verða yfirstcrkara hinu síðara
því að andrúmsloftinu með aukakol-
tvísýringi má líkja við glerþak á
gróðurhúsi: Samtímis því að það
hleypir í gegnum sig sólargcislunum
heldur það hitanum, scm þeir flytja
með sér, föstum („gróðurhúsa-
áhrif”).
Áður fyrr var ofmettun andrúms-
loftsins af koltvísýringi óhugsandi.
Grænu plönturnar nema til sín kol-
tvísýringinn og leysa súrefnið (menn
og dýr anda að sér súrefni og anda frá
sér koltvísýringi). Nú er þessu jafn-
vægi í lífheiminum í vaxandi mæli
ógnað með óteijandi bræðsluofnum
og brennsluvélum. Fjöldi bifreiða í
heiminum kann að ná 700—750
milljónum árið 2000 (6.200 millj. ár-
ið 1990).
Gróðurríkið er einnig I hættu sök-
um þess að skógar eru stöðugt höggn-
ir niður, vegna jarðvegseyðingar,
stækkunar á eyðimörkum og
mengunar umhverfisins, einkanlega
sjávarins. Slysið er bandaríska risa-
olíuskipið Amoco Cadiz missti mikið
af olíu í Atlantshafið árið 1978 olli
gífurlegu tjóni á grænum örþörung-
um sem eyða koltvísýringi. Ef tugur
slíkra slysa ætti sér stað á sama tíma í
ýmsum höfum myndi það sennilega
eyða nálega öllu lífi í heimshöfunum.
Ég gæti haldið áfram en ljóst er
orðið hve mikilvægt það er að sjá fyrir
og koma í veg fyrir hugsanlegar
óæskilegar afleiðingar framtíðarbreyt-
inga á kerfinu ,,mannlegt samfélag
— náttúran”. Vissulega felur ofhitun
lífheimsins í sér hættu á alheimsflóði.
Vísindamaðurinn Semjónov segir
að hækkun meðalhitans um fáeinar
gráður muni ieiða til bráðnunar
heimsskautaíssins en ekki til raun-
verulegs flóðs. Þetta gerir það
nauðsynlegt að takmarka heildaraf-
kastagetu kjarnavarmastöðva afar
öflugra orkuframleiðslustöðva sem
munu væntanlega koma til sögunnar
í upphafi 21. aldarinnar.
Þær munu ekki gefa frá sér neinn
úrgang nema hita, sem alls ekki er
skaðlaus. Hvað á að gera? I Sovét-
ríkjunum hefur verið rædd ein
hugsanleg lausn. Hagkvæmt væri að
koma afkastamiklum kjarnavarma-
kljúf fyrir á braut í grennd við jörðu
(svo vill til að ofurtóm, sem er
nauðsynleg forsenda fyrir starfrækslu
slíkra stöðva, er fyrir hendi í geimn-
um). Orka frá þeim yrði send aftur til
jarðar í formi geisla, sennilega laser-
geisla, er smygju gegnum andrúms-
loftið. Samkvæmt þessari áætlun
myndu 80% af hitaúrgangi þessara
stöðva verða eftir utan lofthjúps
okkar og myndi hann dreifast þar án
þess að valda lífinu á jörðinni neinu
tjóni.
Ört vaxandi eldsneytisþörf orku-
iðnaðarins 1 heiminum má fullnægja
um ófyrirsjáanlega framtíð ef við
nýtum samhliða hefðbundnu elds-
neyti alla frumkrafta sem enn hafa
ekki verið beislaðir. Þetta á alveg sér-
staklega við um sólgeislunina og