Úrval - 01.08.1982, Side 30

Úrval - 01.08.1982, Side 30
28 ÚRVAL fyrir að kljúfa þau, er kölluð samruni. Við vitum nú þegar hvernig þetta gerist þótt ekki sé hægt að stjórna því, til dæmis þegar vetnissprengja springur. En sprengjan sýnir einfaldlega þá erfiðleika sem við er að etja þegar stjórna á samruna í kjarnaofni. Sá hiti sem leysist úr læðingi við sprengingu vetnissprengjunnar getur verið 10— 100 milljón gráður og það virðist sem útilokað sé að framkalla samruna án þess að framleiða þennan ógnarhita. Bjartsýnismenn á þessu sviði halda því fram að það verði fyrst á fyrri hluta næstu aldar sem hægt verði að koma upp orkuverum sem byggjast á samruna. Sú aðferð myndi færa mönnum nýja tegund eldsneytis, sambærilegt við sólarorkuna að magni og varan- leika. Astæðan er sú að efnið, sem er vænlegast til að koma af stað sam- runa, má vinna úr sjó og af honum er yfrið nóg. Ef reynt er að skyggnast inn í fram- tlðina, segjum til ársins 2050, má sjá fyrir endann á orku-,,regnbogan- um”; tímabil þar sem fullkomin sólar- og vetnisorka mun sjá heimin- um fyrir allri þeirri orku sem hann þarfnast verður upp runnið. MEÐ ÞESSARI FRAMTÍÐARSÝN hafa umræður dagsins nýja þýðingu. Þær eru 1 raun ekki um það hvað nú- verandi eldsneyti þýðir í framtíðinni heldur um val á því eldsneyti eða þeim tegundum eldsneytis sem eiga að brúa bilið frá endalokum olíu- og gastímabilsins til upphafs sólar/vetn- istímabilsins. Lykillinn að þeirri millibilsorku er að flestra mati auð- sær. — Kolin verða fyrir valinu. Svarta gullið Kolabirgðir þær sem fyrir eru í Banda- ríkjunum koma fyllilega í stað olíu og gass. Þessum birgðum má breyta í gas og leiða í bræðsluofna, breyta þeim í fljótandi samorku (synfuels) til þess að knýja samgöngu- kerfí eða brenna og framleiða þannig rafmagn. En hér verðum við að skjóta inn slæmum fréttum í öllu bjartsýnisraus- inu. Kolin hafa alltaf verið og munu áfram verða hið „óhreina” eldsneyti í þess orðs fyllstu merkingu, allt frá námuopunum til hins efsta reykháfs og reyndar enn lengra. Á tveimur síð- ustu áratugum hafa vísindamenn uppgötvað tvö ný mengunarvanda- mál til viðbótar. Á Norðurlöndum, Kanada og í norðausturhluta Bandarlkjanna hefur vatnalíf svo að segja þurrkast út af völdum regns sem hlaðið er brenni- steini og saitpéturssýru. Norður- landabúar halda því fram að þessi mengun komi frá kolaverksmiðjum í Englandi og 1 Bandaríkjunum er talið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.