Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 14
Framhlið höfuðsins gengur í gegnum örstutt breytingaskeið,
lokuð augun opnast og stara stingandi út í bláinn, augabrúnirnar
lyftast biksvartar, slangan opnast og út skýst stór buna, langdregið
öskur aftan úr iðrum forneskjunnar. í gatinu sjást skörðóttir
ryðbrúnir tanngarðar.
Hægri höndin rykkist útfyrir borðbrúnina að vinstra brjósti,
nemur þar staðar andartak; bíður kreppt og spennt; þeytist fremst
á sverum armi meðfram borðplötunni í stórum hring útfrá siginni
öxl að diskunum sem hendast af stað, ýtast að bollum og
undirskálum; höndin slengist í bollana, ryður öllu af stað.
Kartöfluhýðið dettur úr skálinni og verður eftir á borðinu þegar
borðbúnaðurinn skellur á flísalögðu gólfinu í þúsund molum; kurl
sem korna öll til grafar.
Kjökrandi starir konan út í bláinn og fettir enn varirnar meö
máttlausa hönd teygða fram og nokkuð til hægri út við ystu rönd
borðsins sem nú er autt að undanskilinni hönd og hýði.
Konan lyppast saman líktog höggvið sé á hrygglengjuna, höfuðið
dettur frarn á hina höndina, það sést niður á þykkar herðar hennar
holdugar sem hristast innanundir rósóttum þunnum kjól. Sífur
og snökt í armæðustíl leysir brothljóðin af hólmi. í loftinu blasir
við spenna, barátta, þrá.
Konan grætur um stund í hljóði sem þó heyrist; rofið af
mislöngum andvörpum á stuttum óreglulegum fresti. Smárn saman
bætist við taktfast suð sem við athugun reynist stafa af sífelldu
iði hægri fótarins svo lærin núast saman í klúrum takti. Hún er
í dökkbrúnum nælonsokkum, kjóllinn nær fram að bólgnum hnjám
og sér í gild læri sem ná ekki sarnan nerna kannski undir kjólnum.
Þessi kvenmynd er varla annað en hrúgald á stól. Mynd sem
rís von bráðar upp, lítur yfir tómt borðið; um slönguendann læðist
bælt bros; í dökkum augunum er hvorki svipur né sjón; ennið er
slétt, í meðallagi hátt, hálfhulið líflausum hárlokkum. Konan snýr
til dyra, gengur þangað stolt, í gegn. Eftir stendur dæld í setunni.
Konan líður hnakkakert að sófa, sest, horfir beint fram fyrir
sig, leggst, sofnar.
Maður gæti haldið að hana dreymdi háan mann með svart hár
og brún augu og heit faðmlög og ljúfar samfarir. En konuna
dreymir skít, endalaust haf af brúnum skít, harðan skít og linan
skít og sparðaskít og fljótandi skít sem hún veður hamingjusöm
12