Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 15
upp í ökkla, upp í hné, upp í öxl; skítahaf sem hún syndir í,
sem hún drekkur, sem hún étur, alsæl og dreymin. Hún treður
skít undir koddann sinn, nýr andlit sitt upp úr skít, dvelur lengi
við að lauga brjóst sín, gælir við þau, teiknar endalausa hringi
með fingri sínum í kringum samlita geirvörtu, þrýstir skít að
brjóstunum, að maganum, rennir höndunum upp og niður kviöinn,
tekur handfylli og smeygir skít í leg sitt, fer höndurn um skít
og sköp sem færasti steinsmiður, rekur á eftir skítnum með tveirn
fingrum og þrýstir legbarma með hinni, sest upp, atar læri
unaðslegum skít. Hún situr með reyfabarn í fangi sínu, rennir
kjólnum frá vinstra brjóstinu svo það sér í blátt æðanetið og
stóra geirvörtuna. Barnið leitar að spenanum og finnur fljótt. Það
flæðir unaður úr geirvörtunni, úr brjóstinu, úr líkamanum, urn
allan líkamann, hugann, unaður blandinn sárri kvöl því beittar
tennur barnsins bíta sundur helauma geirvörtuna. Unaður og kvöl
flæða. Barnið situr rótt í kjöltu hennar á meðan þau svífa í
hægðum sínum skýjum ofar. Þegar barnið sofnar í fangi hennar
steypist hún niður. Hún skellur á jörðinni og brýtur í sér hvert
bein og dreymandi sýgur barnið brjóst hennar urn leið og hún
gengur inn í búð og biður um tvö stykki vinstra brjóst, gerð A
og B. Faðir barnsins réttir henni brjóst A og stóra sveðju. Hún
heggur af sér vinstra brjóstið, skellir brjósti A á, heggur síðan
höfuðið af barninu, stingur höfðinu undir hendina og rigsar út.
Hún svamlar í bláu rnildu hafi um stund og nýtur þess að finna
ölduna gjálfra við líkama sinn. Hún horfir sælum augum á
barnshöfuðið fljóta skammt undan og blakar limunum í vatnsborðinu.
Á borðinu er stórt fat; þar á er steiktur líkami drengsins brúnn
einsog skítur, án hreðja. Sjö diskar óhreinir í kring, á þeim
áttunda er höfuð hennar sjálfrar sviðið brúnt og skreytt skauti
yfir nefinu og tveim geirvörtum í eyrunum. Hún dáist andartak
að þessu fagurbúna borði sem sekkur hægt og sígandi í skítahaf.
Hún stingur sér eftir áttunda diskinum sem hún kemst upp með.
Hún gengur eftir aðalverslunargötu borgarinnar höfuðlaus og
kviknakin; í vinstri hönd ber hún höfuð sitt á diskinum í fuglabúri,
með þeirri hægri heldur hún barnshöfðinu ofan á blóðlausum strúpa
sínurn. Enginn veitir henni eftirtekt. Hún falbýður feitum
jakkafötum með stóran vindil höfuðbúrið en þau látast ekki sjá
hana. Hún notar hreyfinguna sem hún falbauð með til að sveifla
13