Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 28
ekki eins og aðrir menn og fellur ekki inn í fjöldann. Hann væri
vís til að taka fé fyrir að sýna sig alþýðunni og stuðla þannig að
óréttlátri skiptingu auðsins."
„Óréttlát skipting, niinn rass," sagði Samúel frændi og formælti
sjálfum sér í hljóði. Hvernig hefði hann átt að vita í hvaða flokki
læknirinn var? uGefðu krakkanum bara magnýl og þá jafnar hann
sig."
Læknirinn sendi Samúeli kalt augnaráð en stakk svo höfðinu
inn um dyragættina. Hann sá aðeins þrútnar graftarbólur sem
stóðu eins og eldfjöll upp úr fitugu höfuðleðrinu.
„Heyrðu, vinur," sagði læknirinn strangur við stóra hausinn. 1(Þú
ferð ekkert að safna auði. Það er óréttlátt að sumir séu efnaðir
og aðrir blásnauðir. Þú vilt ekki hafa dauða fjölda lítilla barna á
samviskunni, er það?"
((Ha?" sagði Gússi veiklulega.
Læknirinn kom nú auga á andlit Gússa Almars Sveinssonar.
Það gægðist út á milli höfuðbelgsins, smátt og friðsamlegt eins
og lítil stytta af Jésú í miðri Sahara eyðimörk. Læknirinn var
ekki seinn á sér að mistúlka afslappaða andlitsdrættina.
1(Formaðurinn hjálpi mér!" hrópaði hann upp yfir sig í æsingi
þegar hann sá að andinn á bak við þessa ásjónu var ófær um að
skerða hlut verkafólks. 1(Ég hef aldrei séð jafn ásátta ásjónu!
Heyrðu, ertu ekki ásáttur?"
Þegar Gússi svaraði ekki togaði læknirinn óþolinmóður í fitugt
hár á hausnum til að ná athygli hans.
(lHeyrðu, ertu ekki ásáttur?"
(1Ööö, ég veit það ekki," svaraði Gússi lágt.
(lHann er bara ásáttur!" gargaði læknirinn og hoppaði upp og
niður eins og kengúra. (lÁsáttur! Það er bara engin veiki að vera
gashaus. Strákurinn er hamingjusamur! Það sést á andlitinu! Hann
er ásáttur! Ég verð að rannsaka piltinn svo að ég komist að því
af hverju hann er ásáttur. Kannski geta þá allir orðið eins og
hann! Allir ásáttir, allir jafnir og allir ánægðir með sitt hlutskipti!"
Læknirinn greip hnefafylli af skinninu á höfði Gússa og reyndi
gnístandi tönnum að toga hann út unt dyrnar, heirn í
rannsóknarstofuna. En hörundið teygðist aðeins.
(lSkrattinn er eins og gúmmí!" sagði læknirinn þrútinn í frarnan
af áreynslu.
26