Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 30

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 30
og eyru, þyngdi Gússa svo mjög að hann féll skyndilega óðfluga og nam ekki staðar fyrr en í fimmtíu metra hæð yfir Lækjar- torgi. Þar hringsólaði hann kaldur, skjálfandi og síhnerrandi. Gangandi vegfarendur sem söfnuðust fyrir neðan hann tóku samt ekkert eftir því að hann var lasinn. Þeir einblíndu aðeins á risavaxið höfuðið, enda voru líkaminn og andlitið illgreinanleg með berum augum. Nú hvessti aftur og þá varð illt í efni. Vindhviður feyktu Gússa nefnilega til og frá um borgina. Hann brákaði vitlausa beinið þegar hann fauk á krossinn efst á Hallgrímskirkju; var hársbreidd frá því að lenda í skrúfublöðum Fokker-vélar; flaug á og rotaði máf; slengdist eins og kúla í kúluspili á milli húsa niður Laugaveginn í einni snarpri roku og festi buxur og peysu tólf sinnum í loftnetum sem hann rykkti með sér. Gússi bar þannig ábyrgð á því að tólf fjölskyldur sátu í þögn heima hjá sér það kvöldið og lögðu kabal þar til dagskrá sjónvarpsins lauk. Svona gekk þetta hjá Gússa Almari næstu tímana. Samheldinn hópur áhugamanna um Gússa - Gússagrúppan alræmda - myndaðist fyrir neðan hann. Hún elti fýrinn fljúgandi hvert á land sem var, hrópaði slagorð og skaut glerbrotum og öðrum oddhvössum hlutum í hausbelginn hvenær sem færi gafst. Grúppan var samtíningur biturra rithöfunda, drykkjukvenna, afbrotaunglinga og hægri manna sem undir höfðu orðið í lífsbaráttunni. Þessir karlar og þessar konur fylgdu Gússa vegna þess að þau fundu undir niðri til samkenndar með honum. En sjálfsvirðing þeirra var svo lítil að þau gátu ekki horfst í augu við sannleikann og níddust því á Gússa. Þegar hér er komið sögu var Gússi Almar orðinn all blóðugur og rispaður um líkamann. Andlitið var samt ennþá slétt, mjúkt og svipbrigðalaust og Gússi sýndi þess engin merki að ástandið væri annað en eðlilegt. Hann brosti bara og sagði lágt, uHa, ég veit það ekki," í hvert sinn sem reiður máfur plokkaði í eyrað eða hann rak hausinn í byggingu. Og pínan hélt áfram: Hann flaug á krana, flugvélar, flaggstengur, fallhlífastökkvara, glugga á háhýsum og ýmislegt fleira. Athæfi hans var farið að gera menn óttaslegna og talað var um að lýsa Gússa réttdræpan. En áður en skottíminn hófst gerðist kraftaverkið. 28
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.