Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 33
Heimsóknin
Gússi þurfti ekki á kjarki að halda. Hann var til einskis nýtur
nema hugsana og það hlutskipti hentaði Gússa. Hann tókst á við
gátur tilveru og merkingar jafnt sem leyndardóma alheimsins og
í stuttu máli sagt, braut heilann svo mikið að hann gleymdi öllu
öðru en að hugsa. Einu hefði því gilt hvort sál hans væri í
heilbrigðum líkama eða visnum.
Gússa var að lokum komið fyrir á heilsuhælinu Lamaðir fyrir
lífstíð, þar sem hann eyddi tímanum í að sjúga í sig fróðleik og
bræða með sér áhugaverðar gátur og hugmyndir.
Dag einn kom Súsanna garnla í heimsókn til hans. Þegar hún
gekk inn í herbergið var Gússi að iesa af þrem tölvuskermum
sem héngu yfir rúminu. Á einum þeirra kynnti hann sér nýjar
byltingakenndar hugmyndir í skammtafræði, af öðrum las hann
Paradísarmissi og á þeirn þriðja birtist ítarleg úttekt á tilvistar-
heimspeki Sartres.
„Nei, Gússi kallinn!" sagði Súsanna í hlutverki einmana
húsmóðurinnar í Hvenær kernur póstburðarmaðurinn? ltGaman að
sjá þig! Alltaf ertu jafn myndarlegur og...óóó! Sjá hvað þú ert
sætur! Ennþá sama krúttásjónan eftir öll þessi ár. Þú kannt sko
að laða kvenfólk að þér, segi ég nú bara!"
tlHmmm," sagði Gússiog var korninn aðkaflanum um syndafallið
í Paradísarmissi.
tlÞað tekur mig sárt, yndið mitt, að þú skyldir hafa lamast,"
sagði hún, strax búin að skipta um hlutverk.
(lJa, ég veit það ekki," svaraði Gússi og las teóretíska eðlisfræði.
ltEn ég veit að þú lætur ekki deigan síga. Þú tekst á við
lömunina með viljann að vopni."
ltHmmm, ég veit það ekki," sagði Gússi Almar og rakti kenningar
Sartres lið fyrir lið.
t Hvað ertu líka að gera með að horfa svona mikið á myndbönd,
drengur?! Þrír skermar, ekki nema það þó! Ég tala og tala við
þig en þú svarar bara út í bláinn!"
ltJá, ég held það." Grænir stafirnir á tölvuskjánum spegluðust
í augum Gússa.
31