Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 38

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 38
nBækur eru skip á siglingu um hinn óendanlega útsæ tímans," er haft eftir Francis Bacon og um fáar bækur eiga þessi orð betur við en Hómerskviður. Sögusvið þeirra beggja er Eyjahafið á 12. öld f. Kr. og tengjast þær 10 ára umsátri Grikkja um Trjójuborg. Ilíonskviöa fjallar um nálega 50 daga tímabil á síðasta ári umsátursins en Odysseifskviða um hrakningar og heimkomu Odysseifs eftir sigur gríska hersins yfir Trójumönnum. Talið er að kviðurnar hafi ekki verið ortar fyrr en fjórum öldum eftir umsátrið en byggt þá á munnlegri geymd. Þær eru elstu bókmenntir Evrópu og hafa fyrir löngu skipað sér sess meðal sígildra verka í vestrænni menningu. Óhætt er að fullyrða að siglingu þeirra um útsæ tímans er hvergi nærri lokið en það sem ég vildi vekja athygli á er að þær hafa þrjá ólíka viðkomustaði á þessari langferð: sögusvið sitt, ritunartíma, og þá stund í samtíðinni meðan þær eru lesnar. Sá sem tekur sér fyrir hendur að túlka siðahugmyndir bókmennta af þessu tæi þarf því ekki einungis að gæta að tengslum siðgæðis og siðferðis heldur blandast um stundarsakir hjá honum þrenns konar siðferði: veruleiki hans eigin samtíðar, sá veruleiki sem höfundurinn bjó við og loks sá siðferðilegi veruleiki sem birtist í sjálfu verkinu. Vilhjálmur Árnason heimspekingur hefur gert þessum siðferðis- vanda túlkandans glögg skil í greininni „Saga og siðferði" sem birtist í Tímariti Máls og menningar 1985, en þar fjallar hann um túlkanir á siðfræði íslendingasagna. Hefur grein hans verið mér ómetanleg stoð við þessa ritgerðarsmíð enda eru líkindi Hómerskviða og íslendingasagna mikil. Meginhluti greinar Vilhjálms fjallar um þær ólíku leiðir sem menn hafa farið við túlkun á siðferðishugmyndum íslendingasagnanna, en hér á eftir mun ég hvort tveggja gera grein fyrir þessum leiðum og fara eftir þeim við túlkun á kviðunum. Loks reifa ég þá túlkunarleið sem Vilhjálmur telur sjálfur vænlegasta og athuga hverjar niðurstöður hún færir okkur um skáldskap Hómers. Blinda túlkandans Þegar í upphafi leggur Vilhjálmur ríka áherslu á að í siðferðis- umræðu um bókmenntir sé afar mikilvægt að forðast siðferðilega dóma sem endurspegla eigiö siðamat, menn verði að reyna að öðlast 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.