Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 41

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 41
persóna þarf að hætta lífinu eða orstír sínum. Á slíkum stundum lýsir Hómer iðulega inn í hug hennar og lesandinn kemst að raun um að jafnvel hinar mestu hetjur velkjast í vafa frammi fyrir vali sínu. Fyrir vikið verða persónurnar mannlegri. Miklu skiptir að aðstæðurnar eru misjafnlega knýjandi og valið ekki einhlítt. Iðulega er hetjan í aðstöðu sem hún hefur ekki kosið sér sjálf; í hita bardagans stendur hún skyndilega andspænis ofurefli, til dærnis eins og Odysseifur í ellefta þætti. Hann skelfist en segir við sjálfan sig: uEg vesall maður! Hvað mun um mig verða? Stór minnkun er það, ef ég flý af hræðslu fyrir mannfjöldanum; þó er hitt enn verra, ef eg verð handtekinn hér aleinn, því Kronusson hefir stökkt öðrum Danáum á flótta. En hví velki eg þetta í huga mér? Eg veit þó, að það eru hinir huglausu, sem firrast bardagann; en sá sem vill vera öðrum mönnum ágætari í orustu, hann hlýtur að standa fast, hvort sem hann verður sár, eða hann særir annan". (II.:2 1 6) Odysseifur verst þar til honum berst liðsauki. En við áþekkar aðstæður þurfa jafnvel mestu hraustmenni að velja milli skyn- seminnar og sómans. Nokkru framar í kviðunni stendur Díómedes í svipuðum sporum og Odysseifur. Hann vill ekki flýja undan Hektori og mönnum hans og gefa þeim þar með færi á að væna sig um hugleysi. Hins vegar bendir allt til þess að það sé skynsam- legra að hopa en láta lífið. Díómedes er lengi á báðum áttum en að endingu hopar hann. Aðstæður sem þessar verða enn meira knýjandi þegar menn eru að verja lík félaga sinna; þá er ekki bara um það að ræða að þeir bregðist sjálfum sér heldur hinum látna líka. Við slíkar aðstæður tekst þó ekki síður á skynsemi og sómatilfinning. í sautjánda þætti afræður Menelás til dæmis að flýja frá líki Patróklusar þegar Hektor og félagar gera atlögu að honum. Það kemur líka á daginn að þetta er skynsamlegt val hjá Menelási, frekar en að falla sækir hann liðsauka og nær líkinu á ný. Þegar menn á hinn bóginn bera sjálfir ábyrgð á aðstæðum sínum stendur valið ekki lengur milli skynseminnar og sómans. I rauninni hafa menn fyrirgert vali sínu og eiga ekki annars úrkosti en 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.