Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 41
persóna þarf að hætta lífinu eða orstír sínum. Á slíkum stundum
lýsir Hómer iðulega inn í hug hennar og lesandinn kemst að raun
um að jafnvel hinar mestu hetjur velkjast í vafa frammi fyrir
vali sínu. Fyrir vikið verða persónurnar mannlegri. Miklu skiptir
að aðstæðurnar eru misjafnlega knýjandi og valið ekki einhlítt.
Iðulega er hetjan í aðstöðu sem hún hefur ekki kosið sér sjálf;
í hita bardagans stendur hún skyndilega andspænis ofurefli, til
dærnis eins og Odysseifur í ellefta þætti. Hann skelfist en segir
við sjálfan sig:
uEg vesall maður! Hvað mun um mig verða? Stór minnkun er
það, ef ég flý af hræðslu fyrir mannfjöldanum; þó er hitt enn
verra, ef eg verð handtekinn hér aleinn, því Kronusson hefir
stökkt öðrum Danáum á flótta. En hví velki eg þetta í huga
mér? Eg veit þó, að það eru hinir huglausu, sem firrast
bardagann; en sá sem vill vera öðrum mönnum ágætari í orustu,
hann hlýtur að standa fast, hvort sem hann verður sár, eða
hann særir annan". (II.:2 1 6)
Odysseifur verst þar til honum berst liðsauki. En við áþekkar
aðstæður þurfa jafnvel mestu hraustmenni að velja milli skyn-
seminnar og sómans. Nokkru framar í kviðunni stendur Díómedes
í svipuðum sporum og Odysseifur. Hann vill ekki flýja undan
Hektori og mönnum hans og gefa þeim þar með færi á að væna
sig um hugleysi. Hins vegar bendir allt til þess að það sé skynsam-
legra að hopa en láta lífið. Díómedes er lengi á báðum áttum en
að endingu hopar hann.
Aðstæður sem þessar verða enn meira knýjandi þegar menn eru
að verja lík félaga sinna; þá er ekki bara um það að ræða að þeir
bregðist sjálfum sér heldur hinum látna líka. Við slíkar aðstæður
tekst þó ekki síður á skynsemi og sómatilfinning. í sautjánda
þætti afræður Menelás til dæmis að flýja frá líki Patróklusar
þegar Hektor og félagar gera atlögu að honum. Það kemur líka á
daginn að þetta er skynsamlegt val hjá Menelási, frekar en að
falla sækir hann liðsauka og nær líkinu á ný.
Þegar menn á hinn bóginn bera sjálfir ábyrgð á aðstæðum sínum
stendur valið ekki lengur milli skynseminnar og sómans. I rauninni
hafa menn fyrirgert vali sínu og eiga ekki annars úrkosti en
39