Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Qupperneq 43
ekkert við mig virða, heldur mun hann drepa mig, svo sem
annan kvenmann, ef eg legg af mér vopnin og geng til hans
verjulaus, svona eins og eg stend. Það tjáir ekki að hjala við
Akkilles ofan úr einhverju tré eða ofan af bjargi, svo sem
meyjar og sveinar hjala hvort við annað. Nei, það er best að
láta skríða til skarar; við skulum bráðum fá að vita, hvorum
okkar Ólympsguð vill veita sigurinn." (II.:43 8-440)
Þrátt fyrir þessa ákvörðun flýr hann undan Akkillesi, að vísu
ekki inn í borgina, heldur hleypur hann í kringum hana. Þegar
hann hefur fengið banasárið reynir hann líka samningaleiðina,
biður Akkilles að þyrma líki sínu, en án árangurs.
Að mínu mati sýna dæmin hér að framan hvernig hetjuskap-
urinn er ætíð á mörkum fífldirfsku og bleyðuskapar en benda
einnig til þess að hetjurnar séu við vissar aðstæður neyddar til
að taka sómann fram yfir allt annað. Þær verða að axla ábyrgð á
eigin mistökum og er það ójúft. í tilviki Akkillesar er þessu
örlítið öðru vísi farið. Þegar sendisveit Agamemnons ber honum
sáttarboð í níunda þætti segir hann:
Gyðjan, hin silfurfætta Þetis, móðir mín, segir, að tvennar
Vaikyrjur leiði mig til dauðans; ef eg verð hér kyrr eftir og
berst hjá borg Trójumanna, þá á eg aldrei heimvon aftur, en
þá mun eg öðlast ævarandi orðstír; en ef eg fer heim til minnar
kæru föðurjarðar, missi eg hinn fræga orðstír, en ævi mín
mun þá verða löng, og algjörlegur dauði ekki ná mér svo fljótt.
(II.: 177)
Akkilles veit að hann verður að velja milli sómans og langlífis
en munurinn felst í að hann ber ekki sjálfur ábyrgð á þessum
aðstæðum. Hann reynir sitt ítrasta til að finna einhverja lausn
og sú er ein að allur herinn sigli heim, allir séu sömu lítilmennin.
Akkilles fitjar líka upp á þeirri tillögu við sendimennina:
Nú vil eg ráða hinum öðrum til að sigla heim aftur, með því
yður mun ekki hér eftir auðið verða að vinna hina hávu
Ilíonsborg, því hinn víðskyggni Seifur heldur hendi sinni yfir
henni, og borgarlýðurinn er hughraustur. (II.: 177)
41