Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 52
Samskipti rnanna má í mörgum tilvikum setja undir sarna hatt;
höfðingjarnir eggja félaga sína I orustu með þeim orðum að nóg
hafi þeir raupað meðan þeir átu og drukku af borðum þeirra. Hektor
hvetur meira að segja hesta sína eins: (lLaunið mér nú fóðrið og
hina góðu aðhjúkrun, er Andrómakka /.../ hefur veitt ykkur".
(II.: 152) í þessum tilvikum felst skyldan í ógoldinni skuld.
Annað og mikilvægara stig skyldu er ættarskyldan. Ættin er
sjálfsprottin eining og því eðlilegt að hún standi saman gagnvart
umhverfinu. Ættarsamfélagið byggir á samtryggingu þar sem
hlutskipti rnanna er að rækja skyldur við skyldfólkið. Til þess
geta menn þurft hugrekki og því er hugrekkið höfuðdyggð.
Ættbálkarnir mynda síðan stærri einingar. Hobbes lýsir því þannig
að allt vald einstaklinganna er eftirlátið einum valdhafa gegn
því að hann tryggi þeim innbyrðis frið. Samtök hinna stríðandi
fylkinga í Ilíonskviðu byggjast á þessum samslungnu þáttum;
skuldbindingum vegna ættartengsla og sameiginlegra hagsmuna.
Her Grikkjanna verður þannig til að Menelás, maður hinnar
brottnumdu Helenu höfðar til Agamemnons vegna bræðratengsla
en þeir fá hina höfðingjana í lið með sér annað hvort vegna
ættartengsla eða samtryggingar. Sömu tengsl eru milli höfðingjanna
og þegna þeirra. Ættbálkarnir eru hinar traustu undirstöður þessara
samtaka eins og kemur ágætlega frarn hjá Nestor í öðrum þætti
þegar hann hefur uppástungu um hvernig skipa skuli liðinu:
Skipt liðinu, Agamemnon, í ættkvíslir og frændbálka, svo hverr
frændbálkur hjálpi öðrum, og hver ættkvísl annarri. Ef þú
gerir svo, og ef Akkear hlýða þér, þá muntu komast að raun
um, hverr fyrirliðanna, og svo hverr liðsmanna, sé huglaus,
og hverr hugdjarfur, því þá berjast hvorir sér. (II.:36)
Víðar koma fram þau tök sem ættarskyldan eða ættarsóminn hafa
á mönnum, þeir líta fremur á sig sem hluta af ættmeiði en
sjálfráða einstaklinga. uMér er það ekki ættgengt, að ganga í
bardaga, og flýja svo eða æðrast," segir Díómedes til dæmis. (Il.:94)
Algengt er að óvinir á vígvellinum skiptist á upplýsingum um
ætterni sitt áður en þeir takast á og þeir hælast þá yfir afrekum
áa sinna. Þarna hefur myndast siðferði sem er óháð einstökum
50