Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 54
lífslöngun, viljinn til lífs. Það er hins vegar kaldhæðnisleg
staðreynd að þessar skyldur geta síðan neytt menn til að gera
ýmislegt sem er andstætt þeirra einkahagsmunum, jafnvel leitt
þá út í opinn dauðann. En hér hangir fleira á spýtunni. Undir
ákveðnum kringumstæðum kemur viljinn til lífs fram í þvf að
menn velja dauðann.
Það er að athyglisvert í þessu sambandi að það sem kallað er
sómatilfinning í rómantískri túlkun á íslendingasögunum er
stundum nefnt blygðunarsemi hjá Hómer. Tvívegis í Ilionskvióu
er eftirfarandi hvatningarræða höfð yfir, í fyrra skiptið af
Agamemnoni en hið síðara af Hektor:
Verið (hraustir) karlmenn, góðir hálsar (kvað hann), og gætið
sóma yðar. Blygðist hverr/hvor fyrir öðrum í hinum hörðu
orustum; því af blygðunarsömum mönnum verða þeir fleiri, er
lífs/heilir af komast, en hinir, er faila; en eftir flýjandi menn
liggur hvorki nokkur(r) orðstír, né heldur stendur af þeim
nokkur vörn. (II.: 102 og 305)
Víðar í kviðunum er áberandi hve mönnum er umhugað um álit
annara og hvergi verður þessi staðreynd berari en þegar þeir
Hektor og Ajant semja um hlé á einvígi sínu. Hektori mælist
svo:
En heyr nú, látum okkur gefa hvorr öðrum sæmilegar gjafir,
svo Akkear og Trójumenn taki svo til orða: „Þeir gerðu báðir
hvorttveggja, að þeir börðust af sárbeittri kappgirni, enda
sættust þeir aftur og skildust vinir." (II.: 140)
Þessar vangaveltur tengjast rómantíska viðhorfinu en í umfjöllun
um það var látið hjá líða að spyrja hví orðstírinn er mönnum
svo mikilvægur. Svarið er auðfundið en er þó ekki svo einfalt að
sómatilfinningin sé einasta hræðsla um álit annara, eftirsókn eftir
vindi.
Rætt var um hve Akkilles á erfitt með að sætta sig við hið
mannlega hlutskipti, dauðann. Það er vegna elsku hans til lífsins.
Þegar honum berst sáttaboðið frá Agamemnoni í níunda þætti
segir hann til dæmis að lífið sé rneira vert en allir fjársjóðir
52