Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Blaðsíða 60
fætur hennar. Uni gekk á lagið, hann þekkti fjöruna og lögmál
hennar. Hann var einn í þessum helgidómi utan við tíma. Hann
var gleymdur í sínu algleymi þar sem hann rannsakaði fjöruna.
Hann sá undur opnast fyrir sér í líki krabba sem gekk á hlið,
krossfisks liggjandi í sandi, fgulkers með nabba mót himni,
hörpudisks með harða skel og orma sem skriðu í sandinn.
Þegar langt var liðið á gönguna og tök náttúrunnar á Una tóku
að losna gekk hann fram á sívalning er glampaði sem af gulli
væri. Hann tók þennan grip upp og í ljós kom að þetta var bikar
gerður af látúni og skreyttur torkennilegu munstri og hafði stein
kúptan sem var í miðju flúrinu eins og hann væri sjálfur nafli
þessa íláts. Steinninn var rauður.
Sjáðu hvað ég fann mamma, sagði Uni er hann hafði hraöað sér
heim.
Fannstu þetta?
Já ég fann þetta niðri í fjöru.
Mér sýnist þetta vera bikar. Þú hefur aldeilis verið heppinn.
Vilt þú eiga hann? spurði Uni.
Nei, nei eigðu hann bara sjálfur.
Mig langar ekki að eiga hann, sagði Uni.
Af hverju ekki?
Ja ég veit það ekki, mér leið svo einkennilega þegar ég tók
hann upp.
Hvernig þá?
Mér leið illa.
Þegar Þormóður kom heim um kvöldmat sátu Uni og Gurra í
eldhúsinu. Það mátti sjá á Þormóði að ekki var allt eins og það
átti að vera þótt hann gerði sitt ítrasta til að leyna því. Hann
snéri sér um síðir að Gurru og sagði með kökk í hálsinum:
Mér hefur verið sagt upp vinnunni svo ég veit ekki hvað nú
er til ráða.
Ó ég trúi þessu ekki upp á þig. Hvað kom fyrir?
Sama og síðast, sarna og þar á undan, sama og alltaf. Ég er
vonlaus þú ættir að vera farin að sjá það nú. Það er sama hvað
það er ég klúðra því alltaf.
Nei, það er ekki rétt.
Jú ég hef verið að hugsa, ég ætla að fara aftur, vonandi verður
það í síðasta skiptið, þetta gengur ekki.
58