Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 62
Freyr Þormóösson:
Varp
sjónvarpsleikrit
Flutningstími; 3 og hálf mínúta.
Svið; Til hægri skáhallt, hengirúm. Fyrir ofan á vegg, tveir
lampar, mislukkað landslags- málverk á milli. Lágfóta
borð fyrir framan. Til vinstri, hægindastóll.
Persónur; Miðaldra hjón.
Hann; situr í hægindastól, með hendur í gaupnum
sér og svo þykk gleraugu að augun fylla út í
spöngina, vasaklútur í hægri hönd.
Hún; liggur flatbeina í hengirúmi undir þykku teppi
sem minnir á torf. Augun lokuð.
Upptökuvél; stillt skáhalt uppávið framan við hengirúm, borð og
hægindastól sem sjónvarp í stofu væri og blámalýsing
í samræmi við það.
Hljóð; Lághljóma talandi, stöðugur undirtónn. Marrar í hengi-
rúminu, örlítið hærra en undirtónninn.
Ljós lifnar úr myrkrinu, lághljóma talandi, stöðugur niður. Hengi-
rúmið sveiflast rétt greinanlega til hliða með fylgjandi marri. Hann
starir stöðugt í myndaugað, hún sefur. Ein rnínúta líður. Hún rankar
við sér, starir líka í myndaugað í 15 sekúndur, segir illskiljan-
ogólundarlega; "Hvað!" Starirí myndaugað 15sekúndur tilviðbótar,
snýr höfðinu eilítið og missir meðvitund. Ein mínúta líður. Hann
tekur af sér gleraugun, pússar þau rólega en ákveðið, setur þau
upp að nýju, starir í myndaugað í 30 sekúndur til viðbótar. Enn
marrar í hengirúminu sem sveiflast rétt merkjanlega til hliða.
Upptökuvél súmmar í átt að augum hans en ljós deyr í myrkur
áður en þangað nær.
ENDIR.
60