Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 67
En það sem Jóhanna vissi ekki, var að hún hafði sérstak-
lega stóran skammt af því sem flest laglegt fólk hefur ekki,
þessu því sem gerir það að verkum, að eftir skamma viðkynn-
ingu er venjulegt og jafnvel ófrítt fólk fallegt í augum þess
sem það er að tala við. Hún hafði sérstakan persónuleika og
mikið skap, en að það væru einhverjir kostir, var hún alls
óvitandi um.4)
Ég hefði gjarnan viljað sjá og finna meira fyrir þessu mikla skapi
í samskiptum hennar við Jonna; hún hefði t.d. mátt beita því
þegar hann hættir, sökum peninga hennar, að tala við hana án
þess að gefa henni kost á að svara fyrir sig. Jonni er vöðvastæltur
verkamaður eins og flestallir karlmenn í sögum Snjólaugar. Hann
er sjómaðurinn með veðurbarða andlitið og mýstíkina sem gerir
hann umyrðalaust að sjarmör staðarins. Hann er „yfirþyrmandi"
og hagar sér oft við Jóhönnu eins og hún sé barn (hann er samt
ekki eins slæmur með það og John hjá Cavling). Hún fer suður
eftir sambandsslitin með skottið á milli fótanna og reynir að eyða
þessum peningum sem stungu sér upp á milli hennar og Jonna.
Núna er kveikt á Jóhönnu, hún vinnur eins og brjáluð manneskja
og tekst nær því að gleyma drengnum. En leið virkninnar er ekki
leiðin að hamingjunni, eins og þarna er ýjað að, heldur er það
karlmaðurinn sem er búinn að brjótast á bíl í desember vestan
af fjörðum til að ná í elskuna sín sem fellur umyrðalaust í fang
hans við fyrstu ástarjátningu. Þetta er ein leiðin til hamingjunnar.
Eins og sjá má af framansögðu er dæmigerð kona í ástarsögu
lítil, falleg, saklaus, ung og gersamlega óvirk í öllu því sem
viðkemur ástarsambandinu, því nkonur eiga ekki að ákveða, taka
og fá heldur bíða, vona og loks eftir langa mæðu, láta nerna sig
á brott."5) Karlmaðurinn er eldri en konan, fallegur, hár og herða-
breiður, dularfullur, fullur af reynslu og sá sem hefur úrslitavaldið
í sambandinu.
Ævintýri fyrir fullorðna
Formúludægurbókmenntir, eins og þessar ástarsögur sem ég
skoðaði, líkist mjög ævintýrunum gömlu góðu; passi allavega vel
inní þau líkön og kerfi sem sett hafa verið fram um þau.
65