Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 68
Sovéski formalistinn Vladimir Propp setti á 3. áratugnum fram
líkan í 31 lið um athafnasvið rússneskra ævintýra. Kenning hans
byggðist á því að í ævintýrum kæmu ávallt fram sömu persón-
urnar og atburðirnir sem þó þurftu ekki að koma fram í einu og
sama ævintýrinu né heldur að atburðarásin sé alltaf sú sama. í
stórum dráttum er líkanið á þennan veg: Jafnvægisástand hið illa
sýnir sig einmanaleg barátta hetjunnar hetjan snýr heim gengur
beint inní hamingjuríkt hjónaband. Bridget Fowler^) beitir þessu
líkani á ástarsögur kvennablaða á 4. áratugnum en ég ætla að
beita því á þessar ástarsögur sem ég hef áður sagt stuttlega frá.
Vissulega byrja allar sögurnar í hversdagslegri lognmollu en
leikurinn æsist þegar hið illa kemur inní, þ.e.a.s. peningar eða
peningaleysi. John yfirgefur heilsuhælið því dvölin þar peningasóun
og hann fær engan bata; Tom rænir Lónu til að fá peninga;
peningar Jóhönnu veröa til þess að snýkjudýr í formi vina sækja
á hana og seinna vill draumaprinsinn hana ekki sökum þeirra.
John berst einmanalegri baráttu við danskt smáborgarasamfélag
sem er honum andsnúið og illskiljanlegt; Lóna og Tom höfðu barist
ein við fjandsamlegt samfélag þar til leiðir þeirra náðu saman og
þau fengu styrk hvort frá öðru þó þau sæjust sjaldan; Jóhanna
fer suður, burt frá einu vinunum sem hún á, til að berjast við
ástina. í sögunum hlýst sigur að lokum þegar John er búinn að
breyta sér, Tom laus úr fangelsinu og Jonni búinn að brjóta odd
af oflæti sínu, þá snúa þeir heim til litlu elskunnar sinnar og
ganga á vit hamingjuríks hjónabands.
Franski strúktúralistinn Greimas þróaði útfrá líkani Propps
athafna-líkan fyrir ævintýri sem byggir á samskiptum annars
vegar og átökum hinsvegar. í dæmigerðu ævintýri eru átökin
þau að prinsinn reynir að drepa tröllið, af eigin rammleik og með
hjálp álfkonunnar, til að frelsa prinsessuna en samskiptin þau að
kóngurinn gefur prinsinum prinsessuna eftir að prinsinn hefur
bjargað henni frá tröllinu. í ástarsögunum mínum þremur (og
öllum hinum sem ég hef lesið) eiga átökin sér stað í huga karlanna
þar sem baráttan stendur á milli ástarinnar, sem krefst þess að
þeir sættist við og fái stúlkurnar, og siðgæðis sem vinnur á móti
þessum ráðahag. Ef við setjum þetta upp í líkan þá yrði það svona:
66