Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 68

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 68
Sovéski formalistinn Vladimir Propp setti á 3. áratugnum fram líkan í 31 lið um athafnasvið rússneskra ævintýra. Kenning hans byggðist á því að í ævintýrum kæmu ávallt fram sömu persón- urnar og atburðirnir sem þó þurftu ekki að koma fram í einu og sama ævintýrinu né heldur að atburðarásin sé alltaf sú sama. í stórum dráttum er líkanið á þennan veg: Jafnvægisástand hið illa sýnir sig einmanaleg barátta hetjunnar hetjan snýr heim gengur beint inní hamingjuríkt hjónaband. Bridget Fowler^) beitir þessu líkani á ástarsögur kvennablaða á 4. áratugnum en ég ætla að beita því á þessar ástarsögur sem ég hef áður sagt stuttlega frá. Vissulega byrja allar sögurnar í hversdagslegri lognmollu en leikurinn æsist þegar hið illa kemur inní, þ.e.a.s. peningar eða peningaleysi. John yfirgefur heilsuhælið því dvölin þar peningasóun og hann fær engan bata; Tom rænir Lónu til að fá peninga; peningar Jóhönnu veröa til þess að snýkjudýr í formi vina sækja á hana og seinna vill draumaprinsinn hana ekki sökum þeirra. John berst einmanalegri baráttu við danskt smáborgarasamfélag sem er honum andsnúið og illskiljanlegt; Lóna og Tom höfðu barist ein við fjandsamlegt samfélag þar til leiðir þeirra náðu saman og þau fengu styrk hvort frá öðru þó þau sæjust sjaldan; Jóhanna fer suður, burt frá einu vinunum sem hún á, til að berjast við ástina. í sögunum hlýst sigur að lokum þegar John er búinn að breyta sér, Tom laus úr fangelsinu og Jonni búinn að brjóta odd af oflæti sínu, þá snúa þeir heim til litlu elskunnar sinnar og ganga á vit hamingjuríks hjónabands. Franski strúktúralistinn Greimas þróaði útfrá líkani Propps athafna-líkan fyrir ævintýri sem byggir á samskiptum annars vegar og átökum hinsvegar. í dæmigerðu ævintýri eru átökin þau að prinsinn reynir að drepa tröllið, af eigin rammleik og með hjálp álfkonunnar, til að frelsa prinsessuna en samskiptin þau að kóngurinn gefur prinsinum prinsessuna eftir að prinsinn hefur bjargað henni frá tröllinu. í ástarsögunum mínum þremur (og öllum hinum sem ég hef lesið) eiga átökin sér stað í huga karlanna þar sem baráttan stendur á milli ástarinnar, sem krefst þess að þeir sættist við og fái stúlkurnar, og siðgæðis sem vinnur á móti þessum ráðahag. Ef við setjum þetta upp í líkan þá yrði það svona: 66
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.