Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 71
peninga, þeim sem girnast þá passlega mikið (sem lýsir sér í
jákvæðri framagirni) er umbunað og þeim sem er alveg sama og
eru óvirkir (kvenhetjurnar) giftast þeim sem girnast peningana
mátulega. Ein sú versta ógæfa sem yfir fólk getur dunið er að
verða gjaldþrota. Það leiddi til glæpaferils Toms og einangrunar
dýralæknisins, vinar Johns. En þessi peningahyggja er falin hjá
hetjunum og þær komast að því að eilíf ást og hamingja er það
sem skiptir máli og er þess virði að viðhalda; peningarnir koma
númer tvö:
- Hafið á sumarmorgni [er það besta], sagði hann. Stjörnur á
heiðri vetrarnóttu. Falleg stúlka í stuttpilsi, sem gengur framhjá
á götunni og lýsir upp gráa götumyndina. Handtak. Vingjarnlegt
orð. Barn, sem hlær i sólskini. Blóm, sem réttir sig upp eftir
regnskúr ... allt þetta gleður, en kostar ekki fé ... Og samt
er það næstbezta, sem við öll sækjumst eftir, sagði hann. Hús,
bíll, bátur, sumarhús ... allt, sem kostar peninga.^)
Með góðri og gildri framkomu og heiðarleika fá persónurnar bæði
það besta og næstbesta; þær halda fast í ríkjandi norm og reyna
engar nýjar leiðir því þær gömlu leiða þær í örugga höfn hjóna-
bandsins og það er allt sem þær óska sér!
Það sem gerir persónur vondar er græðgi, frekja og eigingirni
í samskiptum þeirra við peninga og ástina. Af þessu leiðir að hetjan
er ekki gráðug, hæfilega framagjörn og fórnfús. Óþokkanum er
gefið eitt tækifæri til að hljóta samþykki okkar og samfélagsins;
iðrun. Ef fólk iðrast og tekur út sína refsingu þá er allt í lagi
(sbr. Tom).
Samfélagið er gott eins og það er
Hjá Cavling fáum við lítið, danskt sveitasamfélg þar sem allir
hjálpast að ef á bjátar. Þar er hár aldur algengur, engir sveita-
styrkir eða atvinnuleysisbætur. En þarna er, eins og í öllum litlum
samfélögum, slúðrað mikið. Allir tala um alla og allt fréttist,
sjaldnast gengur það þó svo langt að skaði hljótist af. Enska
yfirstéttarmanninum, honum John, fellur þetta slúður mjög illa
enda er hann slíku ekki vanur! Við fáum sama og ekkert að vita
69