Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 76

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 76
Elín Garðarsdóttir: Ég valdi bara bækur úr bókaskápnum mínum. Þær sem ég þekki vel og vildi síst missa, en valið var ekki auðvelt. Ekki vegna þess að það væru of fáar sem ég gæti nefnt sem uppáhalds bækurnar mínar. Heldur vegna þess hvað það voru margar í 2. sæti. Smásögur hafa alltaf heillað mig. Þau hljóta að skipta tugum smásagnasöfnin sem ég hef gleypt í mig um dagana. En smásagna- safn Ástu Sigurðardóttur, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns nefni ég hér. Sögur Ástu er mjög gaman að lesa og greina út frá feminiskri bókmenntarýni. Það er ekki mikið sem ég hef lesið eftir Halldór Laxness. Salka Valka höfðaði meira til mín á sínum tíma en t.d. Gerpla. Salka Valka er líka enn sem komið er eina bókin eftir hann sem ég hef lesið oftar en einu sinni og því nefni ég hana hér. Ástkona franska lautinantsins er skemmtileg bók vegna þess hve hún er mikið viðfangsefni, höfundur gerir í því að láta lesandann vita að hann sé staddur í tilbúinni sögu. En notar svo venjulega viktoríanska ástarsögu sem auðvitað verður ekkert venjuleg í meðförum hans. Jólaóratórían er fyrsta bókin sem ég man eftir að hafa lesið þar sem tónlist og texti fléttast saman. Tónlist í bókum, eða réttara sagt tónlist í byggingu bóka var ný hugmynd fyrir mig. En auðvitað var hún ekkert „ný"; þessi tónlistarbygging kemur jafnvel enn betur fram í bók Milans Kundera, Óbærilegur léttleiki tilverunnar. Heillandi hugmynd jafnvel fyrir þá sem ekkert vita um tónlist. Vísindaskáldsögur hafa ekki höfðað mjög til mín. Þó ætla ég að nefna eina bók eftir höfund sem hefur skrifar þannig bækur, Minningar einnar sem eftir lifði eftir Doris Lessing. Innileg en sterk saga um samband tveggja kvenna í umhverfi sem gæti verið eftir að sprengjan hefur fallið. Ég verð að nefna Sérherbergi eftir Virginiu Woolf, þótt hún teljist ekki, strangt til tekið, í hópi skáldsagna. Hún er svo merkileg sem hugmyndabrunnur og hefur haft varanleg áhrif á lífsskoðun mína og ekki síst á það hvernig ég túlka bókmennta- söguna. 74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.