Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 78

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Page 78
eftir Franz Hoffmann, borgaralegt melódrama um greifasoninn bláeyga sem var lokaður inni hjá svateygum ræningjum en lét ekki spillast. Hvað fannst mér svona skemmtilegt við þessi ósköp? Þegar ég hugsa mig um sé ég fyrir mér spennandi ævintýramyndir af hættulegu lífi handan siðmenningarinnar. Börn eru siðlaus að upplagi, og rneðan verið er að aga þau, þrá þau í leyndum hugans líf þar sent þau geta leikið lausum hala. Sörnu myndir korna í hugann þegar ég rifja upp Snædrottninguna, eftirlæti mitt rneðal ævintýra H.C. Andersens. Minnisstæðasti kaflinn þar er einmitt dvöl Helgu litlu hjá ræningjunum. En bæði Bláskjár og Snædrottingin eru siðavandar sögur, skrifaðar frá sjónarhóli prúðra borgara, sem þó heillast af glæpalýðnum gegn vilja sínurn. Löngu seinna skrifaði Astrid Lindgren bókina sem mig langaði í, frá réttum sjónarhóli: Ronju ræningjadóttur! Fyrsta bókin í upptalingunni er skáldsagan Pride and Prejudice (Hroki og hleypidómar) eftir breska rithöfundinn Jane Austin, sem ég kynntist fyrst í lestrarbók í ensku í menntaskóla og var ein fyrsta skáldsagan sem ég las í heilu lagi á ensku. Jane skrifar ákaflega vel, en það sem ég held að hafi endalaust laðað mig það þessari sögu var söguhetjan, Elísabet Bennet. Hún er svo skemmti- leg, sjálfstæð, meinleg og fyndin. í fermingargjöf fékk ég smásagnasafnið íslenska penna sem kippti mér beint inn í íslenskar samtímabókmenntir. Uppáhalds- sögurnar rnínar urðu fljótlega sögur yngstu höfundanna í bókinni, Thors Vilhjálmssonar og Ástu Sigurðadóttur. Smásagnasafn Ástu, Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns segir betur en aðrir frá því hvernig það er að vera ung kona og utangarðsmaður, í sífelldri baráttu við normin. Ég las ekki bækur Halldórs Laxness að ráði fyrr en eftir tvítugt og fannst þær hver annarri áhrifameiri. En Salka Valka hefur ekki látið mig í friði síðan og kernur mér á óvart í hvert skipti sem ég les hana. Salka er lágstéttarkrakki, berst líka við normin, sjálfstæð og sterk, lætur ekki kúga sig. Eins og fleiri las ég Stein Steinarr rnikið í kringum tvítugt, hann er svo þroskandi fyrir fólk í sjálfsleit. Þegar ég fór svo að kenna ljóðin hans seinna hitti ég alveg nýjan Stein, hann tæmdist aldrei frekar en Salka Valka. Ég held ég verði að taka allt Kvæðasafn hans nteð. 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.