Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 86

Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 86
fermetrar. Hins vegar setja fjörutíu millimetra þykkar hvítar flísar sem ná upp á miðja veggi svolítið strik í reikninginn að neðan. Það þjónar samt sem áður tilgangi sínum mætavel: að rúma baðker, vask, ofn, klósett og tvo skápa fyrir handklæði og þessháttar undir vaskinum og skilur eftir nóg pláss fyrir hana að snúa sér við. Það er aðeins einn útveggur og á honum gluggi, einn metri á breidd og einn metri komma tuttugu á hæðina. Það er enginn sólbekkur eða eiginleg gluggakista, heldur tekur stór og mikill ofninn við hlutverki þeirra. Hann nær frá gólfi og upp að glugganum og er fimmtán sentimetrum breiöari en hann í hvorn enda. Ofaná honum liggur hvítmáluð fjöl, hundrað og fjörutíu sentimetra löng, tuttugu sentimetra breið, þykktin hálftomma. Þar ofaná er síðan raðað hinum ýmsu nauðsynjum. Svitalyktareyðir, klósettpappír, auka sápustykki og ókennileg kremdós standa í noturri þyrpingu á öðrum enda fjalarinnar. Hárbursti og svampur hvíla sig á hinum. Fyrir glugganum hanga tjöld úr vaxbornu lérefti á stöng sem spennt er innaní umgjörðina. Einsog fjölin, sápan og allt hitt nema hárburstinn, eru þau hvít. Burstinn er eiginlega sérstakur kapítuli þarna inni. Skærgrænn með rauðu gúmmíi. Svo hrópandi er ósamræmiðað við liggur að heppilegast sé að leiðahann algerlega hjá sér, sem og flestir gera. Niður að gólfi. Það er þakið hvítum flísum, samskonar og þeim sem límdar eru á veggina og utanvert baðkerið. Fjórða hver flís er skreytt mynd af fjöður. Einföld mynd af svörtum strikum. Útflött fjöður og greypt í leirinn einsog steingerfingur. Baðkerið er hvítt og kranarnir krómaðir. Vaskurinn er vitanlega sama vörumerki og kerið og skápurinn undir honurn er hvítlakkaður með hitabeltishurðum. Tveimur hitabeltisrimlahurðum. Þar fyrir ofan hangir svo spegillinn. Hékk. Hún braut hann. Brýtur hann. Græni hárburstinn, ósamræmið sjálft, er látinn brjóta hann. En ekki að ástæðulausu. Hún hefur ástæðu. Hvaða? Hún hefur ástæðu. Hefur ástæðu. Hefur. Sannanir. Við viljum sannanir. Hvað er það þá? Flísarnar? Hvítar flísar með fjöður í annarri hverri röð? Tannkremið búið? Awacsvélin sem á sama andartaki sveimar yfir vestfjörðum? Foreldrarnir? Skólinn? Félagarnir? Spegillinn? Eða kannski rnyndin í speglinum? Tæplega neitt af þessu. Kannski allt. Líklega veit hún það ekki einusinni sjálf, svo hvað erum við að tuða. En 84
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.