Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 93
hátt af óskiljanlegum ástæðum. í 4. og síðasta hluta, upp-
gjöfinni, er sýnt hvernig konan gefst upp fyrir umhverfinu og
eyðir fóstrinu.
Sagan er sögð í fyrstu persónu, frá sjónarhorni konunnar
sem er vitundarmiðja sögunnar. Þessi frásagnarháttur máir út
mörk draums og veruleika og nýtur til þess stuðnings frá
forminu, þ.e. þessari fjórskiptingu, sem sést t.d. á því að í
baráttu konunnar er draumsýnin jafn snar þáttur í veruleika
hennar og hún sjálf, og í uppgjöf hennar er draumurinn svo
stór hluti af veruleikanum að óþarft er að sýna hvernig hún
gerist í raun og veru, þ.e. hvernig konan gefst upp og eyðir
fóstrinu. Það er því ekki hægt að skoða draumsýnina eða
drauminn nema sem hluta af veruleika konunnar og sögunnar.
Barnið sem konan gengur með er fyrir það eitt að vera fóstur
hennar líffræðilegur hluti af henni. Hún samsamar sig því, og
táknrænt séð er það líka barnið í henni, einsog l(felustaður" þess
og gildi gefa til kynna:
Ég geymdi dýrgrip þennan á óvanalegum stað, - inni í mér,
og ég vissi varla hvar. Og þarna stækkaði hann og jók gildi
sitt á dularfullan hátt. (34)
Sem fóstur og táknrænt fyrir þá eiginleika sem kallaðir eru
barnið í okkur, einlægni, kærleikur, sakleysi, gæska, sköpunar-
þörf og jafnvel líf, er þetta barn ekki persóna í sögunni heldur
hluti af konunni og fær mikilvægi af því. Þannig má segja að
konan sé barn á Ödipusarskeiði og að það skeið sé sú flækja sem
konan þarf sífellt að kljást við. Konan, persónan, manneskjan,
er með öðrum orðum að reyna að skapa sjálfa sig, skapa sitt
eigið líf, vera til.^)
Úrkast
Kenningu Juliu Kristevu um ((abject" hef ég valið að kalla
úrkastskenningu á rneðan ekki býðst betra orð. Meginatriði
hennar er í sem stystu máli að á því skeiði þegar umhverfið og
barnið eru enn eitt, þ.e. á ímyndastiginu, þá er barnið enn
hvorki sjálfsvitund (subjekt) né viðfang (objekt) en rétt áður en
91
L