Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Side 96
maður þarf að ímynda sér, því það er grundvöllur ímyndunar-
innar sem hér er lagður) þessa reynslu af vöntuninni sjálfri
sem rökréttan undanfara veru og sjálfsvitundar - sjálfrar
veru sjálfsvitundarinnar - þá skilur maður að úrkast, og
jafnvel enn frekar úrkast sjálfsins, er eina táknmið hennar.
Hún á sér ekki aðra táknmynd en bókmenntir. Dulspekileg
kristni breytti þessu úrkasti sjálfsins í fullnaðarsönnun fyrir
auðmýkt gagnvart Guði.6)
Hið ómögulega verður enn sterkara í þessum draumi eftir að
konan hefur reynt að samsama sig bæði því góða og illa, og sér
að það eru ekki andstæður, heldur tvær hliðar á öðru sjálfi
hennar sem líka vinnur gegn barninu; svo algert verður það
ómögulega að um leið og konan lamast fyllist hún hryllingi og
viðbjóði á göfgaðri mynd sinni. Hún er hvorki sjálfsvitund né
viðfang og við þessa sáru reynslu af aðskilnaðinum skynjar hún
að til að hún lifi verður hún (barnið) að deyja. í þessum draumi
hefur hún reynt án árangurs að finna eitthvað til að samsama
sig við. Fyrst guð, þá djöfulinn, síðan sjálfa sig og loks ekkert,
enda er eini árangurinn lömun og lausnarorð sem þýðir ekki
annað en frelsun til þeirrar harðýðgi sem birtist í draumnum og
sem hún þráir frelsun frá.
Enn er menningin dregin til ábyrgðar á kúguninni, með því
að öflugustu táknmyndir hennar vinna saman að morði barnsins.
Konan sjálf, manneskjan, er gerð sek, bæði með því að tákn-
myndirnar eru hlutar af sjálfsvitund hennar, þ.e. meðvitund
hennar (Guð) og dulvitund (djöfullinn), einsog sést þegar þessi
tákn eru leyst upp og afhjúpuð sem hún sjálf, en ekki síður með
því að það er enn önnur mynd konunnar sem að lokum drepur
barnið. Konan er þannig mörg sjálf í einu, bæði sjálfsprottin
einsog barnið, og sköpuð af menningunni, einsog konan sem
drepur barnið; og því vandséð að hún sé ekki trú sjálfri sér,
þeir hlutar hennar sem krefjast dauða barnsins eru bara fleiri
og öflugri. Þótt hún samsami sig að lokum þeim hluta sem drap
barnið og öðlist þannig heildstæða sjálfsmynd eitt andartak þá
reynist sú mynd blekking ein: konan er og verður klofin. Með
öðrum orðum þá lýtur konan í lægra haldi fyrir hinu einsleita
94