Ársrit Torfhildar - 01.04.1987, Síða 97
lögmáli föðurins, íallusnum, félagstáknasáttmálanum, sem við
göngum inn í við máltöku.
Auðvelt er að líta á drauminn sem einkar freudíska birt-
ingarmynd sektarkenndar, ekki síst sökum þess hve grunnt er á
þeirri kennd strax í upphafi, yfir því bæði að vera til og bera
þetta barn. Draumurinn er þannig ekki bara táknmynd sektar-
kenndar heldur umfram allt þess vanda að vera til! Hann er
afhjúpun á margbrotinni og klofinni sjálfsvitund nútímakonunnar
undir oki menningar og sögu karlveldisins; hann er birtingar-
mynd þeirrar fórnar sem konan verður að færa til að lifa, fá að
vera með í samfélaginu: þ.e.a.s. margbreytileika dulvitundarinnar
(móðurlíkamans) sem í göfgaðri mynd speglar fegurðina og talar
tungum því venjulegt mál dugir ekki til að tjá hanaL)
Svarfgrá augun mundu verða svo full af augum að tæpast sæi
í hvítt og tærir, gagnsæir fletir þeirra mundu spegla
heiminn í orðlausri spurn. (36)
síðast en ekki sízt mundi hann tala stórmerkilegt tungumál
sem enginn skilur stakt orð í. (36)
Ég sagði „Drauminn" áhugaverðan fyrir þá sérkvenlegu
reynslu af þungun og fóstureyðingu sem sagan lýsir. En auðvitað
er hann miklu áhugaverðari fyrir bannið sem lagt er á þessa
reynslu í sögunni („Draumnum" og mannkynssögunni). Konur
eiga (mega) ekki að vera konur heldur karlkonur (kvenkarlar).
Fyrir drauminn er konan ein og yfirgefin, fyrirlitin og hafnað
af öllum. Innri togstreita hennar leiðir hana einsog sjálfvirkt til
þess að eyða fóstrinu, fórna ((kvenleika" sínum til að öðlast
fyrirgefningu og viðurkenningu á tilveru sinni. En sú von
bregst, fórnin er til einskis færð og konan er jafn fyrirlitin og
áður nema að nú er hún kölluð ((skækja" í þokkabót. Sem hún
og er í vissum skilningi því hún hefur gefið sig algerlega á vald
hinu fallókratíska föðurveldi, og verður jafnframt við það ((ekki
vera", úrkast. Því fer vel á að enda söguna á hinni díalógisku
setningu:
95
L