Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 7

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 7
Ársrit Torfhildar svo eitthvað sé nefnt. Þó segja megi að listaskáldin vondu hafi endurvakið ljóðaupplestur má svo sannarlega segja að Medúsa hafi endurskoðað fyrirbærið og hleypt í það nýju lífi. Lestrarnir líktust ljóðaorgíum og voru oft skyldir leikhúsi, eins og Ijóst má vera af þessari upptalningu. Upp úr þessum orgíu-vetri fór aðeins að hægjast um, 1981-2 var stofnuð hljómsveitin Fan Houtens Kókó (Ólafur, Þór, Matthías og Einar) og voru textar þeirra hábókmenntaleg verk í anda Dada. 1982 var opnað galleríið Skruggubúð, sem stóð fyrir fjölmörgum sýningum bæði erlendum og innlendum, og það ár var mikil útgáfustarfsemi á vegum Medúsu (eins og reyndar alltaf, Medúsa var blómleg býfluga og dugleg við útunganir). 1983 var haldin sýning í JL-húsinu, sem hlaut nafnið Gullströndin andar og var henni stefnt gegn sýningu ungra listamanna á Kjarvalsstöðum á sama tíma, sýningin var ekki beinlínis Medúsu-fyrirbæri, en þar komu þeir félagar fram í glæsilegum grímubúningum og stóðu fyrir upplestri, harmoníkuspili og sælgætisáti. 1984 var hljómsveitin Kukl stofnuð, sem innihélt meðlimi utan og innan við Medúsu. Sama ár var stærsta verkefni Skruggu-búðar, sýningin Við étum ekki þetta brauð, og var henni stefnt gegn trúarlegri sýningu á Kjarvalsstöðum. Þar komu fram listamenn frá öllum heimshornum, og haldnir voru upplestrar, kvikmyndasýningar og tónleikar. Það ár, 1984, kom víst lægð í hópinn. FRÁFALL 1985 var síðasta Medúsuárið þó hópurinn hafi aldrei hætt opinberlega, meðlimir voru einfaldlega búnir að gera allt sem hægt var að gera saman. Það ár var dagur ljóðsins og stóðu Medúsulimir fyrir ljóðasprengju og síðasta verkefni hópsins var síðan með Kuklinu og hét Sirkusdútl. Hópurinn rann saman við aðra svipaða og áberandi hópa sem þá störfuðu, það er "fyrirtækið" Oxsmá og leikhópinn Svart og sykurlaust. Sigurjón var fjölmiðlafulltrúi Oxsmá um tíma, sumarið 1985, en sá hópur gerði meðal annars kvikmyndina Sjúgðu mig Nína. TENGINGAR Frá 1981 höfðu Medúsulimir skriflegt samband við ýmsa súrrealistahópa um víðan heim, og reyndar líkamlegt líka, því 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.