Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 10

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 10
Ársrit Torfhildar hljómsveitin Sykurmolarnir stofnuð. Molarnir skópu útgáfufélagið Smekkleysu og hefur nokkuð stór listamannahópur tengst því félagi á ýmsan hátt, enda starfsemi þess fjölbreytt. Sönglagatextar Sykurmolanna sverja sig í ætt við ljóð fremur en dægurmál að hætti Brimklóar, enda skáld innan sveitarinnar auk ýmissa fylgifiska. Textar Sykurmolarma eru fantastískari en ljóð Medúsuskálda, ef tekið er mið af skilgreiningu Rosemary Jackson á fantasíu, munurinn felst í framsetningunni, þar sem hinn fantastíski sögumaður kemur með raimveruleikann inn í sögxma og sameinar samræðu fantasíunnar og reyndarinnar í strúktúmum. Þó er súrrealisminn ekki alfjarri, sögumaður er öruggur með áreiðanleik þess sem hann sér, hann er óvirkur gagnvart því. Annars er mismunur súrrealisma og fantasíu ekki skýr, en hann er helst að finna í frásagnarformi fremur en þema.1 I textunum á seinni plötunni kemur þessi tvíröddun fantasíunnar einna best fram, þar sem textunum er hreinlega skipt niður, (eftir röddum söngvaranna) og er annarsvegar raunsæ og (nokkuð) rökrétt rödd, sem síðan er trufluð af órökréttri og margsaga röddu, sem 'andmælir’ hinni, eða svarar: wait for me underneath the water wait for me and count to ten you’ll look up and I will be there wait for me the lake was frozen, you took me for a walk over the ice, I cracked the ice cracked I fell into the lake, I watched you through the eyes2 love into you love, I want you wait for me underneath the water wait for me and singalong (water, here today, tomorrow next week, 1989) Þetta er þó almennt fremur er algilt, og rökrétta röddin er ekki ábyggileg heimild, og órökrétta röddin ekki alvitlaus. Textunum má lýsa sem raunsæjum myndum og sögum með þó nokkuð súrrealískum blæbrigðum. Mikil áhersla er á erótík og ýjað að bæði sifjaspelli (Deus) og barna(legri)erótík (Ammæli). Hraði og spenna, blóð og músík, tengist allt erótíkinni; .../ dangerous terribly bloody motorcrash, destructive 8

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.