Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Síða 19
Ársrit Torfhildar
grárra en einmitt hjá Guðbergi. Um leið tekst honum að miðla mjög
heildstæðri samfélagssýn úr þekkjanlegu umhverfi samtímans. En
það er einkum þrennt sem bindur Hjartað við Myndavélina: í fyrsta
lagi þriðju-persónu fomafnanotkun og nafnleysi, í öðru lagi
Maðurinn í öllu sínu baksi með fyrrverandi konu sína (samband
manns og konu er algengt þema í Myndavélinni) og í þriðja lagi
leigusalinn; konan sem er 100% öryrki og leigir Manninum
forstofuherbergið. Eru sumar kvenpersónur Myndavélarinnar ekki
einhvers konar framlengingar á þeirri konu sem kúrir ein í sinni
dyngju? Ella, Bitakassakonan, konan í sögunni um Karl Jón og ef til
vill eiginkona skipstjórans á Voninni sem sagt er frá í titilsögu
bókarinnar: em þetta ekki allt saman konur sem væm vísar til þess
að leigja út forstofuherbergið, ef aðstæður þeirra væm þesslegar?
Konur sem í einsemd og/eða tilbreytingarleysi hafa á einhvern hátt
ruglast í ríminu? Það er ekki síst vegna þessara tengsla sem Hjartað
mun öðrum bókum fremur skjótast upp á yfirborðið í þessari
umfjöllun.
II
Þó svo að sögumar í Myndavélinni séu margvíslegar þá hafa
þær yfir sér sameiginlegt yfirbragð, eins og fyrr segir. Áður hef ég
minnst á að sögusviðið er íslenskt og á því sviði kemur Guðbergur
fyrir öllum þeim kynlegu kvistum og fáránlegu uppátækjum sem
sögumar geyma. Raunvemleikinn er teygður (aronseraður) og við
það skríða furðufuglar úr eggjum, persónur eins og Aron,
Bitakassakonan og Jón sjómaður. "Allar em sögur Guðbergs
'óvenjulegar'" segir Árni Bergmann í ritdómi um bókina og það er
vissulega rétt. Einhverjir myndu sjálfsagt segja sögumar ’vit-lausar',
en þær em þvert á móti skrifaðar af mikilli hugmyndaauðgi,
ímyndunarafli og innsæi í íslenskan vemleika, jafnt í borg sem bæ. í
þeim felst einstakur sammni ímyndunarafls og tungumáls og þrátt
fyrir öll kynlegheit og alla óvenju em sögumar flestar fullar af
hversdagsleikanum; af samtímanum: "Hver veit kannski eru runnir
upp algerlega framandi tímar sem eiga eftir að mgla okkur í enn fleira
en ríminu" (bls.33). En burtséð frá öllum skringilegheitum þá er það í
fyrsta lagi þriðju-persónu frásagnarmátinn og nafnleysið sem skapar
tengslin milli sagnanna; stílbragð sem Guðbergur hefiu- áður notað
(til dæmis í Hjartanu), til að mynda má benda á titil eins og Sagan af
17