Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 22

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Page 22
Ársrit Torfhildar eiginmann. Bitakassakonan í samnefndri sögu er einnig fórnarlamb einverunnar, og milli þessara tveggja kvenna má greina mikinn skyldleika og kannski er Dyngjufrúin í Hjartanu systir þeirra. Einsemd þeirra kemur ekki síst fram í fábreytileikanum; í smámunalegu nostri og værukærum lifnaðarháttum: Að svo búnu þvoði hún upp diskana og fór af stökustu nákvæmni gegnum sérhvert atriði í æfingum sem hún stundaði í einmanaleikanum: hún snyrti sig vandlega undir nóttina, skreið í rúmið, lagði handleggina frá sér og beið. (67) Þannig hegðun gætu þær allar átt sameiginlega: að velta sér upp úr smámunum í einmanaleika sínum. Einhvers konar einsemd er líka á ferðinni í titilsögu bókarinnar, þar sem konan reynir að flýja sorgina, vonleysið, ekki með því að skríða inn í skáp, heldur með því að vaða út í sjó. Þessi saga fjallar einnig að einhverju leyti um hjónabandið. Maðurinn er myndavél gerist sennilega í litlu sjávarþorpi, og svo er einnig með Dæmisögu um hanska, þar sem Grindavík er sögusviðið í afar sannri þorpsmynd sem dregin er upp. I Dæmisögu um hanska fléttar Guðbergur saman ríg milli borgar og bæja; stéttaskiptingu; menntunarleysi á landsbyggðinni og samskipti Islendinga við amerískan her. Hér er ádeilan sennilega hvað mest, blönduð háði að sjálfsögðu: Og klæðist sá einn flíkum sem engin kanalykt er af. Munu þá margir híma berir. Þó verður hægri höndin fráleitt ber: ýmsir hafa tekið upp hanskann fyrir herinn og klæðst honum, og vinstri höndin virðist nú leita að hinum hanskanum. (80) Rígurinn milli borgar og bæja kemur fram í sambandi við konuna sem kemur til Grindavíkur í því skyni að selja notuð föt af reykvískum 'heldrimannasonum'. Stéttaskiptingin sömuleiðis. Menntunarleysið og smáborgarabragurinn þegar nýr kennari tekur upp á þeim óskunda að kenna börnunum kynfræði og lesa Jóhannes úr Kötlum til að forða stúlkunum frá því að lenda í ástandi strax a ð lokinni fermingu. Adeilan er þó aldrei einhlít og Guðbergur getur ekki stillt sig um að hæðast að þessum sama kennara, um leið og hann hæðist að Grindvíkingunum. Engin ádeila er því sett fram án einhverrar íróníu; ádeilan felst í raun í íróníunni og háðinu, eins og í Mannsmynd úr biblíunni: "Hún ilmaði af prófum eiginmannsins og gekk hægum skandinavískum skrefum á tréklossum heim til sín, með 20

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.