Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Síða 26

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Síða 26
Ársrit Torfhildar full af húmor og háði. Bakgrunnur sagnanna flestra er íslenskur samtími; ég segi samtími þó svo að elsta sagan sé átján ára gömul. Vissulega er fáránleikinn oft nálægur bæði í söguþræði og persónusköpun, en þrátt fyrir það er veruleikinn nær alltaf þekkjanlegur. Inn í hinn íslenska samtíma eru settir kynlegir kvistir sem á yfirborðinu gætu virst venjulegir, en eiga það til að laumast út að næturlagi til þess að fá sér að borða í eldhúsi nágrannans. Mannsmyndir Guðbergs eiga sér stoðir í veruleikanum; ef til vill teknar af einstaklingum "sem eru dæmigerðir fyrir eitthvað í samtímanum" (sjá ritdóm Amars Ólafssonar; einnig kenningar Georg Lukács). Samtímaádeilan er ekki eins markviss og hún er í Hjartanu, en þó er að nokkru komið inn á sömu spumingarnar í þessum tveimur bókum. Sem dæmi má nefna vangaveltur um hjónabandið, 'margföldunarmynstur' sem ungt fólk dettur inn í, kvenfrelsi og kvennaveldi, vanmátt mannsins (konunnar einnig) gagnvart lífinu ("Lífið er mér ofviða" segir sögumaður Mannsmyndarinnar), og flótta einhvers konar. Einsemdin, ekki síður en hjónabandið, rekur fólk út í að gera hina ólíklegustu hluti, og ekki gleymir Guðbergur "nútímaþjóðfélagi hraða og spennu": Konan bjó í stóru fjölbýlishúsi, á stigagangi þar sem enginn þekkti annan nema snöggvast á húsfundunum. (62) Gamanið er grátt eins og fyrr segir. Sögurnar fela í sér glettna ádeilu á hitt og þetta, en það er ekki ádeilan sem mestu máli skiptir, enda er ádeila oft á tíðum í eðli sínu einföld og ódýr (þetta veit Guðbergur auðvitað, annars hefði hann ekki á sínum tíma ráðist á kreddur nýraunsæisins). Sjálf innsýnin í samtímann skiptir meira máli, og þegar allt kemur til alls er Guðbergur með puttana á púlsi hins íslenska veruleika. Slíkt má mín vegna kalla nýtt raunsæi, en það getur líka verið módernismi. 24

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.