Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 36

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 36
Ársrit Torfhildar Krýsillis. Móðir hennar kom í símann og sagði að stúlkan græti ekki en væri slegin. Sér til hughreystingar léki hún lög á píanóið. Þegar Norðurleiðarrúturnar mætast á syfjulegum þjóðveginum í Húnavatnssýslunum hafa bílstjórarnir það fyrir venju að stöðva bílana og skiptast á fáeinum orðum, jafnvel réttir sá sem að sunnan kemur norðanmanninum nýjustu eintök blaðanna út um þröngt op gluggans. Sé hjálparmaður bílstjórans með honum og sitji í farþegasætinu fremst til hægri, á hann það til að halla sér yfir bílstjórann, yfir þau fjölmörgu tæki sem hann þarf á að halda á ferðum sínum og hrópa eitthvað út um gluggann sem farþegarnir heyra ekki. Víst er að traust farþeganna á bílstjórunum byggist á kunningsskap þeirra. Á langri ferð með ókunnugum virðist þeim net bílstjóranna fanga þá til sín og lykjast um líkama þeirra eins og ísmeygileg bönd. Þegar norðanmaðurinn hallar sér út um gluggann og bendir aftur fyrir sig sjá þeir bendinguna sem merki um ágæti þessa nets, þeir vita að hún er bending félaga í bláklæddri stétt bílstjóranna jafnvel þó þeir viti ekki hvaða tilgangi hún þjónar. Þeim er einnig ómögulegt að fylgja henni eftir því bílarnir standa í hléi stórrar hæðar sem byrgir farþegunum sýn. Þó þeir mæni upp brekkuna í leit að einhverju sem gæti gefið vísbendingu um uppruna hennar sjá þeir ekkert af slíku fyrr en rútan er komin efst upp á bunguna og stóð hrossa sem vaktað er við girðingarútskot blasir við þeim. Menn í gænum hermannaúlpum og reiðbuxum standa dreift utan með hópnum, hnika fótunum til á víxl og dunda sér við að slá keyrunum í reiðstígvélin. Hrossaskítshrúgur og hófatraðk þekur veginn og bersýnilegt að umferðin hefur tafist við reksturinn áður en reiðmennirnir ákváðu að æja. Þeir sem ekki eru í varðstöðu hafa komið sér makindalega fyrir á þúfunum, kveikja sér í vindli, slá keyrunum í puntstráin og súpa á glærum djúsbrúsum, hengdum í hnakkana. Einn þeirra hefur hestaskipti. Nýlokinn við að spretta af og er að leggja á annan en á meðan rútan mjakast framhjá virðist honum vera fremur órótt, hættir við að spenna volkann og lítur þráfaldlega um öxl. Hann hefur stungið písknum í handarkrikann og í sólinni glampar vígalega á silfraðan endahnúðinn sem sjálfsagt geymir fangamark hans grafið í málminn en niður með síðunni lafir ólin, áþekk teygðri nautstungu. 34

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.