Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Síða 43

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Síða 43
Ársrit Torfhildar UM BYGGINGU... Byggingin í Sögunni allri er flóknari en í fyrri Andra-sögum og meira í hana lagt. í þeim er atburðarásin ein, sjónarhornið er að mestu bundið við eina persónu og þroska hennar fylgt eftir í tíma. Meginþættir fléttunnar í Sögunni allrieru tveir. Andra-sagan er sögð í fjórum hlutum, Guðmundar saga Andra í þremur. Sögumar eru aðskildar (m.a.s. í leturgerð) en þær eru sagðar til skiptis þannig að heildarsagan er sífellt brotin upp. I. hluti segir frá Andra Haraldssyni og er sjálfstætt framhald fyrri bóka. Andri er enn við sama heygarðshornið, þarf alls kyns "stimulanta" til að geta horfst í augu við grámósku tilverunnar, áður voru það bókmenntimar, nú pólitík og eiturlyf. Frásögnin er írónísk, skopast að sjálfbirgingshættinum. Inngangskaflinn er yfirlitssena en svo færist sjónarhornið til Andra. II. hluti. Hér er frásögnin brotin upp með nýrri rödd í verkinu. Frásagnarhátturinn breytist, ný persóna birtist og efnið er allt öðruvísi matreitt. Heimurinn er allur orðinn smærri og þrengri; samfélagið dregið saman í fjölskyldumál. Frásögnin er hæg, Guðmundur Andri lifir engu æsandi lífi en reynir að blása lífi í hvunndagsleikann. Hann rifjar upp og upplifir en hann er sem utan við samfélagið. Pípulagningamaðurinn sem kemur til hans er eins og af annarri plánetu, vantar engar ytri umbúðir eins og Guðmund Andra. "Allir þurfa umbúðir um sitt starf, læknir jafnt sem pípari. Hverjar em umbúðir mínar?" (bls.42) III. hluti. Sagan snýr sér aftur að Andra. Þessi kafli ber sterk höfimdareinkenni (það er í anda fyrri bókanna), hnittni og kerskni, dapurleika undir niðri. Orðaleikir og myndrænn texti eru áberandi til dæmis af Grikklandsdvölinni þegar Andri og Bylgja bregða sér upp í fjall og hlusta á skógarsynfóníuna (95). Leit Andra að "Nútímanum" myndhverfist í ferðalagi hans og Bylgju - en ekkert kemur milliliðalaust til hans; sjónvarpið, bíómyndimar, bókmermtirnar og menningin eru búin að lesa heiminn fyrir þau svo eftir standa samhengislaus brot eða sjúklegar ranghugmyndir (sbr. fólkið á akrinum sem verður að morðsjúkum illmennum (90)). 41

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.