Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 44

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Side 44
Ársrit Torfhildar IV. hluti. Skilist var við Andra þar sem hann hafði fengið veruleikann heldur hressilega í fangið. Frásögnin endar í risi, sem fyrr. I IV. hluta dettur hún niður á allt annað plan sem virðist svo spakt á yfirborðinu en undir býr tregi. Þetta er kafli bemskuminninga Guðmundar Andra; stoppin í núinu em stutt því hann tengir þau óðara við bernsku sína sem ekki var sælan eintóm. Frásögnin flakkar milli tímaskeiða. V. hluti. Enn skipt yfir til Andra. Þetta er sérstæðasti kaflinn um hann því fjarlægðin er minni en ella þegar Sif kemur til sögunnar. Andri lendir í nýrri klemmu milli einkaveraldarinnar og samfélagsins (fyrra lífs). VI. hluti. Framhald Andra-sögu og jafnframt endalok hennar. Andri er enn lentur í vitlausri atburðarás; örlögin verða aldrei eins og hann pantaði heldur "gægðust þau fram úr liminu með meinfýsnu glotti: "Þarna gómuðum við ykkur!""(159). Sögunni lýkur sem klippt hafi verið á þráð en í nokkurri tvíræðni. VII. hluti. Síðasta orðið í sögunni á Guðmundur Andri. Sögu hans lýkur þegar hann hefur tengt saman hlekki lífskeðju sinnar, fundið jafnvægi. Tíminn spilar stórt hlutverk, tíminn sem líður og er sterkari en allt annað og allsstaðar með dauðann sem endastöð. Sátt Guðmundar Andra felst í að finna nýja upphafsstöð, Hring, sem verður uppspretta lífs og gleði. Eyðing og sköpun takast á, líf og dauði, "drottinn gaf og drottinn tók" stef. Sögumar rjúfa hvor aðra og kallast þannig óhjákvæmilega á. Ef litið er á þær hvora í sínu lagi er eins og örtnur spegli tímann sem líður en hin berjist við að frysta augnablikið, stöðva líðandina. Sjálf bygging sögunnar, uppsetningin, sýnir hinsvegar hvernig þessir tveir tímaásar vefjast saman. Þótt Guðmundur Andri reyni að snúa á óminnið og endurtaka atburði kemur tímaframvindan alltaf inn í frásögnina með Andra-sögunni. Af tímanum... Bygging sagna og tími hanga saman á sömu grein enda em sögur vanalega sagðar út frá tímaframvindu; atburðirnir sem sagan snýst um gerast í tíma. Með grófri einföldun má segja að hefðbundnar 42

x

Ársrit Torfhildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.