Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 45

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Qupperneq 45
Ársrit Torfhildar (raunsæis) sögur séu uppbyggðar og sýni persónur sínar í tímasamhengi sem er eins og ævi mannsins, frá afmörkuðu upphafi til afmarkaðra endaloka; fæðing-dauði. Þessi rammi tímans hefur þó oftlega verið rofinn í módernískum sögum aldarinnar og það hefur verið reynt að byggja upp aðra tíma- og formskynjun sem jafnframt tekur persónuna út úr þessu hefðbundna samspili ævi og tíma. Tíminn er því, hvort sem um er að ræða hefðbundnar sögur eða ekki, eitt af lykilhugtökum í byggingu þeirra (sjá t.d. Rimmon-Kenan. 1983, 4.kafli). Andra-sagan er saga í framvindu, frá "upphafi til enda". Það eru engin uppbrot í frásögninni, heldur einhlít upprifjim. Saga ferðar, saga leitar. Leitin að gralnum í fomum bókmenntum verður hér að leit að sjálfsmynd. Allt líf Andra kristallast í spurningunni "Hvernig á ég að tengja tímann við mig?" (83). Og á meðan líður bara tíminn. Draumurinn er að geta sett sig í samband við "Nútímann" sem alltaf er spori á undan, eins og regnboginn sem aldrei er hægt að komast undir. Andri lendir í vonlausu spretthlaupi við tímann, allt gerist svo hratt, hann getur hvergi stöðvað. Sagan líður áfram með snöggum skiptingum milli atriða en aldrei er stöðvast við eitthvað ámóta tímalaust og það að laga til á heimilinu (sbr. Guðmundur Andri). Atburðarásin er hröð, það er drepið niður á nokkrum áföngum í lífi Andra og Bylgju. Saga Andra er sögð innan þroskasöguforms; þroskinn og tíminn leggja henni ramma. Tíminn hlutgerist í samfélaginu og öllum þeim fyrirmyndum sem Andri er sífellt að bera sig saman við. Samfélagið býður honum að ganga inn í ákveðin hlutverk sem eru breytileg frá einum tíma til annars; en það er ekki einstaklingurinn sjálfur sem skapar þessi hlutverk. Það tímahugtak sem er ríkjandi í sögunni og Andri lifir eftir er að tími sé það sama og reynsla og þroski. En eftirtekjan er rýr; hvorki aldur né reynsla verður til að skapa honum ákveðin sess innan samfélagsins - eða til að átta sig á eigin lífi. Tími Guðmundar Andra er örlítið erfiðari viðfangs og helgast það nú meðal annars af slælegu minni hans. Svo að tíminn renni honum ekki úr greipum nótar hann hjá sér bernskuminningar sem fylla upp í fjölskyldusöguna, svo og upplifanir dagsins í dag. Hugsanalíf hans er flakk á milli þessara tveggja tímskeiða, þau skiptast á og renna jafnvel saman. En tímabilið sem við þekkjum úr ævi Andra er hvergi að finna hjá Guðmundi Andra, allt orðið 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.