Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Síða 49

Ársrit Torfhildar - 01.04.1991, Síða 49
Ársrit Torfhildar leit að ævintýrum, afhjúpuð. Og Guðmundur Andri kemst lengra því hann notfærir sér veruhátt skáldsögunnar; með því að skrifa afhjúpar hann sýnd/rcynd síns eigin lífs, sér samhengið og hringrásina. En þetta er líka saga um mann sem á í raun enga framtíð fyrir sér, hann er "bæklaður". Dugir bara til heimabrúks en er samfélaginu núll og nix, á þar engan bás og er jafnvel ekki heldur atkvæðamikill í litlu veröldinni sinni. Hann nær tökum á lífi sínu en engu að síður er hann að sætta sig við "að vera bara með minnið í bókum." Andri og Bylgja komast ekki hjá því að nauðlenda í íslenskum veruleika sem ekki er nein samfelld sæla. En þau passa heldur ekki þar inn í og skjótlega losar hann sig við þau. Kerfið er til ama, hvergi hægt að vera í friði; ævintýri og veruleikinn ríma ekki saman. Það virðist aðeins vera möguleiki að draga sig í hlé og leita að hinu smáa. Samfélagið er því oftar en ekki neikvæð stærð sem gín yfir einstaklingnum, kaldur geimur sem fylla þarf lífi. að endingu... Sagan öll byggist upp af andstæðum og hliðstæðum í formi og efni sagnanna. Meginandstæðurnar í Andra-sögu eru ævintýri og hversdagsleiki. Þær skipta líka miklu í sögu Guðmundar Andra en þó lúta þær enn þýðingarmeiri móthverfum; það er lífi og dauða. Þess vegna er lífssýn Guðmundar Andra líka sárari, tregafyllri. Sögurnar takast á við dauðleikann. Andri mátar sig í gerfi, stöður, samfélagið og vill þannig skapa sér ódauðlega ímynd en Guðmundur Andri á engan kost á slíkum mátunarklefa. Andri kemur hart niður á jörðina þegar fyrsta raunverulega hlutverkið hans reynist vera einhver glæpamannsímynd (200-204). Endirinn er afgerandi. Lokareplikkurnar eru þannig mjög ólíkar, eiginlega heimsslit í Andra- sögu en Sagan öll (þ.e. GA-saga) deyr út í óði til gleðinnar, ljúfsárri lífsjátningu. Hún á sér engan afgerandi endi. Sögu Andra er lokið í eitt skipti fyrir öll en jafnframt er hún opnuð upp á gátt með því að flétta inn í hana aðra sögu. Þroskasögunni er afneitað; aðalpersónu hennar er hafnað sem fullgildri skáldsagnapersónu. Fyrirmyndin eða frummyndin (Guðmundur Andri) er þó heldur engin lausn á vanda nútímamannsins og ekki hægt að tala beinlínis um einhliða afhjúpun á Andra og hugmyndaheimi hans. Þótt sagan sé á bandi Guðmundar Andra og nándin við hann öllu meiri er hann ekki 'ídealiseruð' 47

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.